„York“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Holder (spjall | framlög)
m corr using AWB
Lína 29:
 
== Skjaldarmerki og fáni ==
[[Mynd: Flag of York.svg|thumb|Fáni York]]
Fáninn og [[skjaldarmerki]]ð sýna bæði Georgskrossinn, þ.e. rauður kross á hvítum grunni. Í rauða krossinum eru fimm gyllt ljón, en þau tákna hinn mikla stuðning borgarinnar við enska konunginn. Þannig var skjöldurinn óbreyttur allt til [[18. öldin|18. aldar]], en þá var þremur hlutum bætt við. Sverði og veldissprota sem liggja í kross bak við skjöldinn, og svo rauð húfa efst. Hlutir þessir eiga rætur að rekja til þess að [[Ríkharður 3.|Ríkharður III]] stofnaði til embættis borgarstjóra í York og gaf honum forláta sverð [[1387]] og húfu [[1393]]. Auk þess veitti hann borgarstjóranum leyfi til að eiga veldissprota.
 
Lína 35:
 
=== Rómverjar ===
[[Mynd: Roman Fortifications in Museum Gardens York.jpg|thumb|Rómverskur varnarveggur. Grunnur virkisins er einnig frá tímum Rómverja, en samskeytin að síðari tíma hlutans sjást greinilega.]]
York var stofnuð af Rómverjum árið 71 e.Kr. og var í upphafi herstöð. Þeir reistu virki, en í herstöðinni bjuggu 6 þús manns. Virkið er horfið í dag, en grunnur þess og nokkrir útveggir finnast undir dómkirkjunni. Nokkrir keisarar komu við í York og dvöldu þar um hríð, s.s. [[Hadríanus]], [[Septimius Severus]] og [[Konstantíus Chloris]]. Septimíus Severus gerði York að höfuðborg skattlandsins Britannia Inferior. Konstantínus Chloris lést í borginni árið 306. Þegar í stað lýsti herdeildin í York son hans, [[Konstantín mikli|Konstantínus]] (síðar kallaður hinn mikli), sem hinn nýja keisara. Í kringum árið 400 yfirgáfu Rómverjar borgina, enda voru landfræðilegar aðstæður í kringum borgina orðnar erfiðar sökum flóða. Auk þess lágu pólitískar ástæður fyrir því að Rómverjar yfirgáfu svæðið.
 
Lína 41:
Englar frá meginlandinu settust að á svæðinu eftir brotthvarf Rómverja á 5. öld. Fáar fornminjar finnast í borginni í dag sem staðfestir tilveru þeirra þar. Sumir fræðimenn trúa því að þeir hafi ekki sest að í borginni fyrr en síðar. Það var ekki fyrr en í upphafi 7. aldar að Edwin, englakonungur af Norðymbralandi, reyndi var að afstýra flóðum í ánni Ouse við York. Hann tók [[Kristin trú|kristni]] í York og skírðist árið [[627]]. Upp úr því settist hann að í York, sem þar með varð að höfuðborg englaríkisins Deira. Deira breyttist í konungsríkið [[Norðymbraland (konungsríki)|Norðymbraland]] við sameiningu við konungsríkið Bernicia og var York áfram höfðuborg nýja ríkisins. Á [[8. öldin|8. öld]] var biskupsdæmi stofnað í York og varð það að erkibiskupsdæmi [[735]]. Fyrsta dómkirkjan var reist, en hún hvarf fyrir nýrri kirkju sem í voru 30 ölturu. Einnig varð York að mistöð menntunar er skóli og bókasafn voru stofnuð síðla á 8. öld. Viðskipti efldust við aðra hluta Englands, en einnig við [[Frakkland]], [[Niðurlönd]] og Rínarlönd.
 
[[Mynd: Eirik Blodøks with Gunhild, Egil Skallagrimsson standing.jpg|thumb|left|Egill Skallagrímsson stendur frammi fyrir Eirík blóðöxi og Gunnhildi drottningu]]
=== Danalög ===
Árið [[866]] ruddust [[víkingar]] inn í landið. Víkingaher undir stjórn Ívars og Hálfdans, sona [[Ragnar loðbrók|Ragnars loðbrókar]], réðist á York [[1. nóvember]] það ár. Þar var konungslaust í bili, svo þeir tóku borgina nær vandræðalaust. Tveir englaprinsar, sem höfðu barist um konungstignina, sameinuðu nú krafta sína og lögðu af stað gegn víkingum. Í orrustu [[21. mars]] [[867]] féllu prinsarnir, en víkingar styrktu stöðu sína. Þeir stofnuðu eigið ríki, kallað [[Konungar í Jórvík|Jórvík]] (síðar [[Danalög]]), sem var að mestu leyti stjórnað frá York. Ríkið var þó ekki sérlega langlíft, því [[954]] náði Játráður ([[Eadred]]) Englandskonungur að hrekja [[Eiríkur blóðöx|Eirík blóðöxi]] frá York og innlima Jórvík.
Lína 48:
 
=== Síðmiðaldir ===
[[Mynd: York Shambles.jpg|thumb|Gamla húsaröðin við The Shambles reis á 14. öld]]
Þegar [[Vilhjálmur sigursæli]] tók England [[1066]], hófst mótmælaalda í ýmsum borgum í norðurhluta Englands, einnig í York. Næstu árin fór Vilhjálmur því í herferðir norður og lagði heilu byggðarlögin í rúst. Grimmdarverk þessi gengu í sögubækurnar sem Grimmdarverk norðursins (Harrying of the North). York kom einnig illa út úr því, en Vilhjálmur hafði skipað jarl til að stjórna þar fyrir sig, sem síðar gekk til liðs við uppreisnarmenn. Eftir grimmdarverkin setti Vilhjálmur normannajarl í York, Alain Le Roux, sem kom skikkan á hlutina í héraðinu. Hann lét reisa tvo nýja kastala í York, einn sitthvoru megin við Ouse. Jarlarnir þar voru handgengir Englandskonungi næstu áratugina. York varð að mikilvægri verslunarborg. Jarlarnir buðu [[Gyðingar|gyðinga]] velkoma þangað, enda klókir fjármálamenn. [[1190]] tók sig múgur manna saman í borginni og ofsóttu gyðinga grimmilega. Hinir síðarnefndu sóttu hæli í einum kastalanum. Múgurinn kveikti hins vegar í honum og brunnu þar allir gyðingar inni. Þeir fluttu aftur til York á næstu árum og voru ekki reknir endanlega burt fyrr en [[1290]] þegar öllum gyðingum í Englandi var gert að yfirgefa landið. York óx mikið á síðmiðöldum. Borgin hlaut varnarmúra og tugi nýrra kirkna. 12 þeirra standa enn í dag og eru 8 þeirra enn í notkun.
 
=== Borgarastríð ===
[[Mynd: Guy fawkes henry perronet briggs.jpg|thumb|Guy Fawkes handtekin í púðursamsærinu. Fawkes fæddist og ólst upp í York, en hann var einn fárra kaþólikka sem héldu messur í leyni.]]
Á tímum [[Hinrik 8.|Hinriks VIII]] á fyrri hluta [[16. öldin|16. aldar]] var [[kaþólska kirkjan]] bönnuð í landinu. Þá voru allar kaþólskar innréttingar lagðar niður í York. Öll klaustur voru lokuð og kirkjunum breytt í anglískar kirkjur. Þó náði lítill kaþólskur söfnuður að lifa að þessa tíma, en kaþólikkar hittust í laumi. Einn þeirra var [[Guy Fawkes]], sem síðar reyndi að sprengja upp þinghúsið í London [[1605]] í [[Púðursamsærið|púðursamsærinu]]. Eftir missætti [[Karl 1. Englandskonungur|Karls I]] og þingsins í London [[1642]], flutti Karl til York og stjórnaði ríkinu þaðan í hálft ár. York er því ein af fáum borgum sem skarta þann heiður að hafa verið höfuðborg Englands. Þegar enska borgarastríðið hófst á sama ári stóð York með konungi. Tveimur árum síðar birtist þingherinn undir stjórn Lord Fairfax og settist um borgina. Umsátið hófst [[22. apríl]] [[1644]] og stóð í rúma tvo mánuði. Þegar hjálparher á leið til York tapaði í orrustu á leiðinni (orrustan við Marsdon Moor), þótti sýnt að engin leið væri að bjarga borginni. Konungsinnar gáfust því upp og hófu að semja við herinn fyrir utan. Fairfax leyfði öllum hermönnum hliðhollir konungi að yfirgefa York í griðum [[16. júlí]]. Eftir það hertók Fairfax borgina og gerði þingið hann að landstjóra þar. Það má segja honum til hróss að honum tókst að hemja her sinn, sem framdi engin ódæðisverk í borginni. Fólk og kirkjur var látið í friði og brátt komst lífið í borginni aftur í vanagang. Innan við tveimur áratugum síðar var York orðin þriðja stærsta borgin í Englandi, á eftir London og [[Norwich]].
 
Lína 102:
 
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd: YorkMinsterWest.jpg|thumb|Dómkirkjan í York]]
* [[Dómkirkjan í York]] er næststærsta gotneska dómkirkjan [[Evrópa|Evrópu]] (á eftir [[Dómkirkjan í Köln|dómkirkjunni í Köln]]). Elstu hlutar hennar eru frá 8. öld, en núverandi kirkja var vígð [[1472]]. Í kirkjunni eru stærstu kirkjugluggar Englands, en þeir eru allt að 15 metra háir og heita Systurnar fimm.
* York Castle er kastalavirki borgarinnar. Það var reist 1068 af Vilhjálmi sigursæla eftir sigurinn í [[Orrustan við Hastings|orrustunni við Hastings]] og notað af ýmsum konungum Englands allt til [[1684]], en þá varð sprenging í skotfærageymslu virkisins sem eyðilagði nær allt innviðið. [[1935]] voru nær allar rústir kastalans rifnar, en Clifford‘s Tower fékk að standa. Það er í dag eini vitnisburður um kastalann mikla.