„Alsír“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mannfjöldi skv ensku wikip
Skráin Fln_group.jpg var fjarlægð og henni eytt af Commons af Christian Ferrer vegna þess að per c:Commons:Deletion requests/Files of EdwardHopkins
Lína 67:
=== Þjóðflokkaátök á 20. öld ===
Þjóðflokkur er hópur fólks sem býr á afmörkuðu landssvæði, talar sama tungumál og finnur fyrir sterkri, nánast þjóðernislegri, samkennd. Þjóðflokkur hefur sameiginlega sögu, menningu og hefðir og lítur því á sig sem ókljúfanlega einingu sem orðið hefur til fyrir mildi örlaganna. Þannig hafa þjóðflokkar, líkt og þjóðir, stofnunargoðsögn. Stofnunarmýta þjóðar eða þjóðflokks er hugmynd hópsins um það hvernig hann er til kominn og er þar talið til það sem hópurinn kýs að muna eftir en hinu sleppt sem gæti valdið sundrung. Í raun má segja að meginmunurinn á þjóð í nútímaskilningi og þjóðflokki séu (óumdeild) yfirráð yfir ákveðnu landsvæði og viðurkenning alþjóðasamfélagsins á því, það er að segja að hópurinn ráði yfir (þjóð)ríki.
 
[[Mynd:Fln group.jpg|thumb|Hermenn úr Frelsishreyfingu Alsíringa]]
Strax við stofnun sjálfstæðs Alsírsks ríkis 1962 er tekið fram í raunverulegri stjórnarskrá landsins að það sé arabískt og islamskt. Hocine Ait Ahmed, berbísk stríðshetja úr Alsírstríðinu, reis upp og stofnaði flokk félagshyggjuafla (fr. le front des forces socialistes, FFS). Með flokki sínum leiddi hann síðan 10 mánaða uppreisn gegn stjórn Ben Bella. Ástæðan fyrir uppreisninni var sú sama og hefur ýtt undir margar aðrar uppreisnir Berba í Alsír, nefnilega tilburðir stjórnvalda til að arabavæða alsírsku þjóðina. Arabavæðingin hófst þó ekki af fullum krafti fyrr en á 8. áratugnum og fólst meðal annars í því að stöðluð arabíska varð ein opinbert tungumál Alsír í stað frönsku áður og meðvitað átak var gert í því að útrýma tungu og menningu Berba úr alsírska menntakerfinu.