„Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Uppfæri.
Lína 14:
Tilurð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins má rekja til reynslu manna af [[Kreppan mikla|Kreppunni miklu]] á [[1931-1940|fjórða áratug]] síðustu aldar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og [[Alþjóðabankinn]] voru stofnuð [[27. desember]] árið [[1945]]. Stofnaðilar voru 29 lönd, undir forystu [[Harry Dexter White]] hjá [[bandaríska fjármálaráðuneytið|bandaríska fjármálaráðuneytinu]] og breska hagfræðingsins [[John Maynard Keynes]], sem hittust við [[Bretton Woods]] í [[New Hampshire]] í Bandaríkjunum og úr varð [[Bretton Woods-kerfið]]. Í stofnskrá sjóðsins kom fram að tilgangur hans var að greiða fyrir alþjóðaviðskiptum og, eins og formlegt enska nafn bankans gefur til kynna, að stuðla að enduruppbyggingu eftir [[seinni heimsstyrjöld]]. Önnur stór aðgerð sem Bandaríkjamenn áttu frumkvæðið að, og átti að auka [[hagvöxtur|hagvöxt]] nefnist [[Marshallaðstoðin]]. Í stofnskránni var ákvæði um að gengi [[bandarískur dalur|bandaríska dalsins]] yrði bundið fast við verðmæti [[gull]]s. Sömuleiðis að [[gjaldmiðlar]] aðildaríkja yrðu bundnir annað hvort dalnum eða gulli.
 
Stofnskránni var fyrst breytt árið [[1968]] þegar komið var á [[sérstök dráttarréttindi|sérstökum dráttarréttindum]] (e. special drawing rights (SDR), eins konar blandaðri gjaldmiðlakörfu stærstu gjaldmiðlanna, sem er eingöngu notað af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hinn [[15. ágúst]] [[1971]] ákvað ríkisstjórn Bandaríkjanna að afnema tengingu dollarans við gengi gulls. Stofnskránni var aftur breytt árið [[1978]] þegar [[flotgengi]]sstefnan var tekin upp og [[gullfóturinngullfótur]]inn var afnuminn. Stofnskránni var breytt árið 1990 í þriðja skiptið þegar sjóðurinn gat ákveðið að svipta aðildarríki [[atkvæðisréttur|atkvæðisrétti]] tímabundið. Árið [[1998]] var 21,4 milljarðar SDR úthlutað til aðildarríkjanna, tvöföldun á þeirri fjárhæð sem þegar hafði verið úthlutað.
 
Í ágúst [[1982]] skall á skuldakreppa í [[Mexíkó]] þegar þarlend stjórnvöld lokuðu gjaldeyrismarkaði sínum og tilkynntu að þau myndu ekki geta staðið við greiðslur af erlendum lánum. Þá fór starfsemi sjóðsins í meiri mæli að snúast um að fjármagna skuldir [[þróunarland]]a. Með falli [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] undir lok níunda áratugar síðustu aldar og svo [[Asíukreppan 1997|kreppunni í Asíu 1997]] hefur reynt á skipulag alþjóðakerfisins og hætt verið við hnattrænni heimskreppu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur leikið lykilhlutverk í viðspyrnuaðgerðum og mótað enduruppbyggingu fyrrverandi Sovétríkja.