„Náttúruauðlind“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
nokkrar orðalagsbreytingar
Holder (spjall | framlög)
m corr using AWB
Lína 29:
== Nýting náttúruauðlinda ==
[[File:Iceland-minkwhale-Husavik-July 2000.jpg|thumbnail|Náttúruauðlindir eru ekki einungis nýttar á beinan hátt. [[Ferðaþjónusta]], eins og [[Hvalaskoðun|hvalaskoðun]], er dæmi um óbeina nýtingu á náttúruauðlindum.]]
Efnahagsstarfsemi nýtir náttúruauðlindir á margvíslegan hátt, og flokka má nýtingu þeirra með hliðsjón af því. Mikilvægasta greinarmuninn gera menn á milli beinnar notkunar annars vegar, og óbeinnar notkunar hins vegar. Með beinni notkun er átt við efnislega nýtingu þar sem unnið er úr náttúruauðlindinni og hún notuð til [[Framleiðsla|framleiðslu]] á [[Vara|vörum]] eða [[Raforka|raforku]]. Óbein notkun á hinsvegar við um óefnislega nýtingu þar sem engin eiginleg framleiðsla á sér stað sem slík. [[Virkjun|Raforkuframleiðsla]] og [[Jarðefnavinnsla|jarðefnavinnsla]] eins og [[Námugröftur|námugröftur]], eru dæmi um beina nýtingu, á meðan [[Útsýni|útsýni]] og [[Fegurð|fegurð]] sem náttúruauðlind eru dæmi um óbeina nýtingu.<ref>Field, 2008, bls. 28-29.</ref> Náttúruauðlindir eins og [[Foss|fossar]], [[Fjall|fjöll]] og [[Dýr|dýralíf]] eru gjarnan nýttar í ýmsum greinum [[Ferðamennska|ferðaþjónustu]], t.d. við [[Hvalaskoðun|hvalaskoðun ]]og [[Fjallganga|fjallgöngur]].
 
Þá geta náttúruauðlindir einnig haft gildi sem er óháð nýtingu þeirra. Á meðan talað er um „notagildi“ náttúruauðlinda (e. ''use values'') þar sem bein (eða óbein) nýting á í hlut, þá er einnig talað um að náttúruauðlindir hafi gildi sem er annars eðlis og frábrugðið notagildinu (e. ''nonuse values''). Náttúruauðlind er sögð hafa gildi í sjálfri sér vegna sjálfstæðrar [[Tilvist|tilvistar]] sinnar. Þetta er svokallað „tilvistargildi“ (e. ''existence value'') og helstu dæmin um þetta eru hin margbreytileg [[Vistkerfi|líf- og vistkerfi]] sem eftirsóknarvert þykir að varðveita. Þá er einnig reynt að ákveðnar gerðir [[Náttúrulegt umhverfi|náttúrulegs umhverfis]] sem þykja sérstakar. Reynt er að koma í veg fyrir að ákveðnar [[Dýrategund|dýrategundir]] [[Útdauði|deyi út]] o.s.frv. Nýtingarmöguleikar í [[Framtíð|framtíðinni]] (e. ''option value'') flokkast einnig undir þetta. Gildi þess fyrir framtíðarkynslóðir, að þær fái að njóta tiltekinnar náttúruauðlindar eftir ár og aldir, flokkast sem sérstakt gildi náttúruauðlinda (e. ''bequest and gift value'').<ref name=":0">Field, 2008, 148-149 og 163.</ref>
Lína 65:
* [[Olíuhámark]]
 
[[Flokkur:Náttúruauðlindir| Náttúruauðlindir]]
[[Flokkur:Hagfræði| Hagfræði]]