Munur á milli breytinga „Katrín 1. Rússakeisaraynja“

m
m
 
Árið 1705 snerist Marta til [[Rétttrúnaðarkirkjan|rússnesks rétttrúnaðar]] og tók sér nafnið '''Jekaterína Alexejevna'''. Einhvern tímann á bilinu 23. október til 1. desember árið 1707 giftust Katrín og Pétur í leynilegri athöfn í Sankti Pétursborg. Árið 1711 fylgdi Katrín keisaranum í [[Prutstríðið|herför hans gegn Tyrkjum]] og veitti honum aðstoð með því að semja við Tyrki eftir að Pétur var innikróaður með her sínum á bakka Prutfljótsins. Sagt er að hún hafi mútað tyrkneska stórvesírnum með skartgripum sínum til að fá hann til að hörfa með her sinn.
 
Þau Pétur héldu formlega giftingarathöfn árið 1712 eftir að Katrín hafði fætt dóttur, prinsessuna Önnu Petrovnu. Keisarahjónin eignuðust sex börn til viðbótar, þar á meðal keisaynjunakeisaraynjuna [[Elísabet Rússakeisaraynja|Elísabetu]].
 
Katrín var krýnd keisaraynja árið 1724. Pétur lést næsta ár án þess að útnefna sér erfingja og Katrín tók því við honum sem drottnari Rússaveldis með stuðningi embættismanna sem höfðu komist til metorða á valdatíð Péturs. Hún útnefndi Mensjikov helsta ráðherra sinn og leyfði honum að fara með töluverð völd. Katrín lést aðeins tveimur árum á eftir Pétri og því varði valdatíð hennar ekki lengi.