Munur á milli breytinga „Katrín 1. Rússakeisaraynja“

m
ekkert breytingarágrip
m
Árið 1702 giftist Katrín, sem þá þegar var rómuð fyrir fegurð sína, sænskum [[Dragóni|dragóna]] að nafni Johan Cruse, sem var staðsettur með herliði sínu í nágrenninu. Hjónaband þeirra varði aðeins í átta daga því sænsku hermennirnir neyddust til að hörfa undan árás rússneska hersins. Johan sást aldrei framar og lést líklega í átökunum. Marta fékk vinnu hjá rússneska hermarskálknum [[Boris Sjeremetev]], sem hafði leitt rússnesku gagnárásina, en hann lét hana síðan ganga til furstans [[Alexander Mensjikov|Alexanders Mensjikov]]. Hugsanlega áttu þau Alexander í ástarsambandi áður en Marta kynntist Pétri mikla árið 1703. Stuttu síðar gerðist hún ástkona Péturs.
 
Árið 1705 snerist Marta til [[Rétttrúnaðarkirkjan|rússnesks rétttrúnaðar]] og tók sér nafnið '''Jekaterína AkexejevnaAlexejevna'''. Einhvern tímann á bilinu 23. október til 1. desember árið 1707 giftust Katrín og Pétur í leynilegri athöfn í Sankti Pétursborg. Árið 1711 fylgdi Katrín keisaranum í [[Prutstríðið|herför hans gegn Tyrkjum]] og veitti honum aðstoð með því að semja við Tyrki eftir að Pétur var innikróaður með her sínum á bakka Prutfljótsins. Sagt er að hún hafi mútað tyrkneska stórvesírnum með skartgripum sínum til að fá hann til að hörfa með her sinn.
 
Þau Pétur héldu formlega giftingarathöfn árið 1712 eftir að Katrín hafði fætt dóttur, prinsessuna Önnu Petrovnu. Keisarahjónin eignuðust sex börn til viðbótar, þar á meðal keisaynjuna [[Elísabet Rússakeisaraynja|Elísabetu]].