„Guðmundar- og Geirfinnsmálið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
lagaði stafsetningarvillu
Lína 47:
 
==Rannsókn==
'''Sævar Ciesielski''' var 19 ára góðkunningi lögreglu. Hann var handtekinn ásamt kærustu sinni '''Erlu Bolladóttur''' eftir að orðrómur hafði komist á kreik um aðild hans að hvarfi Geirfinns. Parið átti samamsaman kornunga dóttur. Við yfirheyrslu náði lögregla fram játningu frá Erlu. Eftir játninguna reyndi lögregla að bendla Erlu við hvarf Guðmundar, þar sem þau höfðu verið skólafélagar. Þeim var haldið í gæsluvarðhaldi þar til að játning fékkst. Sævar játaði að hann og nokkrir félagar hans hefðu komið að glæpnum. Flestir í vinahópnum tengdust skemmtistaðnum ''Klúbbnum'' og voru flestir á sakaskrá fyrir ýmsa smáglæpi.
 
Sexmenningunum var haldið í gæsluvarðhaldi og einangrun svo mánuðum skipti í [[Síðumúlafangelsið|Síðumúlafangelsinu]], bæði vegna hvarfa þeirra Guðmundar og Geirfinns en líka vegna ótengds fjársvika- og póstsvikamáls sem lögregla hafði til rannsóknar. Þeim var hótað áframhaldandi einangrun væru þau ekki samvinnufús. Sumum þeirra var haldið í gæsluvarðhaldi í meira en 4 ár.