„Vinir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Leiðrétti innsláttarvillu. Það stóð að það væru 236 þáttaraðir og 10 þættir, en það er öfugt og eg lagaði það.
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 68:
* '''Fyrsta þáttaröðin''' — Áhorfandinn kynnist aðalpersónunum sex: Rachel, Monicu, Phoebe, Joey, Chandler og Ross. Rachel kemur til New York eftir að hafa yfirgefið unnusta sinn við altarið og fer að búa með Monicu í íbúðinni sem amma hennar á. Ross berst við að segja Rachel að hann elski hana, á meðan lesbíska konan hans er ólétt eftir hann. Joey er sýndur sem leikari í erfiðleikum en Pheobe vinnur sem nuddari. Chandler hættir með kærustunni sinni, Jancice (Maggie Wheeler), sem skýtur þó upp kollinum reglulega í þáttunum. Í endanum á þáttaröðinni segir Chandler Rachel óvart frá því að Ross elski hana og kemst að því að henni líður alveg eins.
 
* '''Önnur þáttaröðin''' — Í byrjun byrjar uppgvötar Rachel að Ross er byrjaður með Julie (Lauren Tom), einhverriasískri-bandarískri stelpu sem hann þekkti úr skólanum. Rachel reynir að segja Ross hvernig henni líður en henni gengur ekkert betur en honum gekk að segja henni frá tilfinningum sínum, þrátt fyrir að þau byrji saman í lok seríunnar. Joey fær hlutverk í sápuóperunni „Days of our Lives“ („Ævidagarnir okkar“) en er rekinn eftir að hann segir í tímariti að hann semji stundum sínar eigin línur. Monica byrjar með dr. Richard Burke ([[Tom Selleck]]), sem er nýskilinn og 21 ári eldri en hún. Í enda seríunnar enda þau sambandið þegar þau átta sig á því að hann vill ekki fleiri börn en Monica vill börn.
 
* '''Þriðja þáttaröðin''' — Byrjun er aðeins öðruvísi en hinar tvær. Rachel byrjar að vinna í Bloomingdale's og Ross verður afbrýðissamur út í samstarfsfélaga hennar, Mark. Ross og Rachel hætta saman tímabundið; en Rachel ákveður að gera það endanlegt eftir að Ross sefur hjá annarri konu á meðan þau voru ekki saman. Eftir að hafa trúað því að eiga enga fjölskyldu nema tvíburasystur sína, Úrsúlu, kemst Pheobe í samband við hálf-bróður sinn (Giovanni Ribisi) og kynmóður sína (Teri Garr). Joey byrjar með mótleikkonu sinni Kate (Dina Meyer) og Monica byrjar með milljónamæringnum Pete Becker ([[Jon Favreau]]).