„Sýrlenska borgarastyrjöldin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 152:
[[Tyrkland|Tyrkir]] hafa jafnframt gripið inn í styrjöldina í norðurhluta landsins, einkum í því skyni að koma í veg fyrir að [[Kúrdar|kúrdískir]] stjórnmálahópar sem tyrknesk stjórnvöld flokka sem hryðjuverkahópa nái þar fótfestu.<ref>{{Vefheimild|titill=Tyrkir senda í fyrsta sinn landher inn í Sýrland gegn Daesh og Kúrdum|url=http://vardberg.is/frettir/tyrkir-senda-i-fyrsta-sinn-landher-inn-i-syrland-gegn-daesh-og-kurdum/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2016|mánuður=26. ágúst|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Kúrdískar skærusveitir sem hafa barist hvað mest gegn íslamska ríkinu í Sýrlandi hafa komið sér upp sjálfsstjórnarhéraðinu [[Rojava]] í norðurhluta Sýrlands, þar sem marga Kúrda dreymir um að hægt verði að stofna sjálfstætt ríki [[Kúrdistan]] í fyllingu tímans. Í janúar árið 2018 [[Ólífugreinaraðgerðin|gerði tyrkneski herinn innrás]] í norðvesturhluta Sýrlands til að ná héraðinu [[Afrin]] úr höndum [[Varnarsveitir Kúrda|Varnarsveita Kúrda]] (YPG).<ref>{{Vefheimild|titill=Tyrk­ir hafa um­kringt Afr­in|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/03/13/tyrkir_hafa_umkringt_afrin/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2018|mánuður=13. mars|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Tyrkir líta á Varnarsveitirnar sem undirdeild [[Verkalýðsflokkur Kúrda|Verkalýðsflokks Kúrda]], sem er skilgreindur sem hryðjuverkahópur af tyrkneskum stjórnvöldum.
 
Þann 19. desember árið 2018 lýsti [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseti því yfir í Twitter-færslu að [[Bandaríkin]] hygðust draga herlið sín frá Sýrlandi. Ástæðuna sagði hann vera að [[Íslamska ríkið]] hefði verið sigrað og þar með væru ekki frekari forsendur fyrir þátttöku Bandaríkjamanna í styrjöldinni.<ref>{{Vefheimild|titill=Telja ótíma­bært að yf­ir­gefa Sýr­land|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/12/20/obamaleg_mistok_ad_yfirgefa_syrland/|útgefandi=mbl.is|ár=2019|mánuður=20. desember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=29. september}}</ref> Í október 2019 tilkynnti Trump jafnframt að Bandaríkjaher myndi ekki skipta sér með beinum hætti að fyrirhugaðri innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi.<ref>{{Vefheimild|titill=Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær|url=https://www.visir.is/g/2019191009048/kuvending-eftir-simtal-trump-og-erdogan-i-gaer|útgefandi=''Vísir''|ár=2019|mánuður=7. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=7. október|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> Tyrkir hófu í kjölfarið nýja innrás á Rojava þann 10. október undir aðgerðarheitinu „[[friðarvorið]]“. Yfirlýstur tilgangur innrásarinnar er að „hreinsa upp“ hryðjuverkamenn á svæðinu og búa til öruggt svæði fyrir flóttamenn á landamærum Sýrlands og Tyrklands.<ref>{{Vefheimild|titill=Ætla að „hreinsa upp“ hryðju­verka­menn|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/10/07/aetla_ad_hreinsa_upp_hrydjuverkamenn/|útgefandi=mbl.is|ár=2019|mánuður=7. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=15. október}}</ref>
 
==Mannfall og flóttamannastraumur frá Sýrlandi==