„Lenín Moreno“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 30:
 
Moreno fjarlægðist stefnu Correa enn frekar með viðhorfi sínu til [[Julian Assange|Julians Assange]], sem hafði hlotið hæli í sendiráði Ekvadors í London árið 2012 með leyfi Correa. Árið 2018 setti Moreno strangari skilyrði fyrir því að Assange hefði áfram hæli í sendiráðinu, meðal annars með því að neita honum um internetaðgang. Í mars árið 2019 ákvað Moreno loks að svipta Assange hæli í sendiráðinu og úthýsa honum fyrir ítrekuð brot. Correa brást illa við ákvörðun Morenos og kallaði hann „mesta landráðamann í sögu Ekvadors og Suður-Ameríku“.<ref>{{Vefheimild|titill=Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Þórgnýr Einar Albertsson|url=https://www.frettabladid.is/frettir/svipting-haelis-assange-haettulegt-fordaemi/|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=12. apríl|ár=2019|mánuður=12. apríl}}</ref>
 
Í október árið 2019 tilkynnti Moreno að stjórn hans hygðist hætta niðurgreiðslum á eldsneyti í Ekvador til þess að geta tryggt lán frá [[Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn|Alþjóðagjaldeyrissjóðnum]]. Fyrirætlanir Morenos leiddu til þess að þúsundir Ekvadora mótmæltu í höfuðborginni [[Quito]] og ríkisstjórnin neyddist af öryggisástæðum til að flytja starfsemi sína til borgarinnar [[Guayaquil]].<ref>{{Vefheimild|titill=Mikil ólga í Ekvador|url=https://www.ruv.is/frett/mikil-olga-i-ekvador|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2019|mánuður=8. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=15. október|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref> Til ofbeldis kom á milli lögreglu og mótmælenda og að minnsta kosti fimm létust á meðan á mótmælunum stóð.<ref>{{Vefheimild|titill=Fimm látnir í mótmælum í Ekvador|url=https://www.ruv.is/frett/fimm-latnir-i-motmaelum-i-ekvador|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2019|mánuður=10. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=15. október|höfundur=Ásgeir Tómasson}}</ref> Þann 13. október féllst Moreno á kröfur mótmælendanna um að hætta við fyrirætlunina um að hætta niðurgreiðslunum.<ref>{{Vefheimild|titill=Samkomulagi náð í Ekvador|url=https://www.ruv.is/frett/samkomulagi-nad-i-ekvador|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2019|mánuður=14. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=15. október|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref>
 
==Tilvísanir==