Munur á milli breytinga „Skjákort“

647 bætum bætt við ,  fyrir 11 mánuðum
==GPGPU==
Hér áður fyrr var GPU bara fyrir myndvinnslu, en varð svo það almennt, að hægt var að nota í alls konar vinnslu. GPGPU (e. general-purpose GPU) er hugtak yfir þannig notkun. Sem dæmi eru svona kort mikið notuð í annars vegar, vélrænt gagnanám (e. machine learning), sem er tækni fyrir gervigreind (e. AI), eða undirsvið þess. Önnur notkun er t.d. fyrir svokallaðan "námagröft" (e. mining) fyrir rafmyntir (e. cryptocurrency). Þekktasta dæmið er [[Bitcoin]] og annað dæmi er [[Ethereum]]. Þó svo að hægt sé að nota skjákort (eða CPU) fyrir bæði, hentar GPU illa fyrir Bitcoin (þó betur en CPU), alla vega í samanburði við hvað hægt er að fá út úr öðrum myntum eins og þeirri síðartöldu. Í raun er í báum tilvikum verið að breyta rafmagni í (mögulegan) ávinning/rafmynt. Hvort það borgar sig er spurning um verð á rafmagni, og hvað fæst í staðinn, og þá hvort sé hægt að selja fyrir kostnaði. En það er líka spurning um hvað annað er hægt að gera við vélbúnaðinn á sama tíma, því hann getur ekki gert margt á sama tíma á fullum afköstum.
 
Í sumum tilvikum yfirtaka óprúttnir aðilar tölvur hjá notendum, til að vinna rafmyntir fyrir sig en ekki notandann. Það getur gerst með því einfaldlega að heimsækja vefsíðu. Ekki verður notandinn var við neitt, nema álag á GPU, með því að það vinnur ekki sem skyldi fyrir aðra vinnslu. Hugsanlega er ekki greinilegur munur, en alltaf er einhver munur eins og hækkaður rafmagnsreikningur. Vafrar s.s. Firefox hafa bætt við leiðum til að reyna að stoppa þetta af. Þetta er líka möguleg leið til að "borga" fyrir áskrift eða lestur af vefsíðum, og í raun ekki ólöglegt ef notandinn veit þá af því.
729

breytingar