Munur á milli breytinga „Tawakkol Karman“

 
Karman sat frá árinu 2007 til 2011 í ráðgjafarráði stjórnmálaflokksins [[Al-Islah]],<ref>{{Cite book|author1=Charlotte Velut|author2=Laurent Bonnefoy|chapter=Tawakkul Karmân : figure de la révolution|editor1=Laurent Bonnefoy|editor2=Franck Mermier|editor3=Marine Poirier|title=Yémen. Le tournant révolutionnaire|publisher=CEFAS-Karthala|year=2012|page=173|language=franska}}</ref> sem er systurflokkur [[Íslamismi|íslamistasamtakanna]] [[Bræðralag múslima|Bræðralags múslima]]. Karman hefur neitað því að bræðralagið sé afturhaldssamt, líkt og það er gjarnan sakað um að vera. Hún hefur bent á að í Jemen séu allir flokkar íslamskir og að nauðsynlegt sé að berjast gegn afturhaldssamari trúartúlkunum þeirra innan frá.<ref name=ruv2014/>
 
Í byrjun [[Arabíska vorið|arabíska vorsins]] leiddi Karman mótmæli í höfuðborg Jemens, [[Sana]], til þess að sýna mótmælendahreyfingum sem þá voru risnar upp í [[Túnis]] og [[Egyptaland]]i stuðning.<ref name=depeche>{{Vefheimild|url=https://www.ladepeche.fr/article/2011/10/07/1186693-tawakkol-karman-figure-emblematique-du-soulevement-au-yemen.html|titill=Tawakkol Karman, figure emblématique du soulèvement au Yémen|útgefandi=''La depeche''|tungumál=franska|ár=2011|mánuður=7. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. júní}}</ref> Karman var handtekin á heimili sínu þann 23. janúar árið 2011 vegna mótmæla gegn ríkisstjórn Saleh. Henni var sleppt eftir fjöldamótmæli sem hófust með jemensku [[Jasmínbyltingin|jasmínbyltingunni]].<ref name=dv2011/> Eftir að Saleh var steypt af stóli í jasmínbyltingunni og áður en [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|borgastyrjöldin í Jemen]] hófst árið 2015 lagði Karman áherslu á mikilvægi þess að byggja upp ríki þar sem „jafnrétti, réttlæti, góð stjórnun, mannréttindi, lýðræði, friður og lögmál réttarríkisins“ væru höfð að leiðarljósi. Í því millibilsástandi sem ríkti í Jemen eftir fall Saleh jókst tjáningarfrelsi í Jemen talsvert og Karman taldi það helsta ávinninginn af baráttunni. Jafnframt jókst þátttaka kvenna í stjórnmálum og áhersla á áhersla á hefðbundin [[kynhlutverk]] kvenna minnkaði þar sem þátttaka kvenna hafði skipt sköpum í mótmælunum sem steyptu stjórn Saleh.<ref name=ruv2014>{{Vefheimild|titill=Jasmínbyltingin breytti stöðu kvenna|url=https://www.ruv.is/frett/jasminbyltingin-breytti-stodu-kvenna|útgefandi=''[[RÚV]]''|ár=2014|mánuður=20. júní|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. júní}}</ref>
 
Karman var sæmd [[Friðarverðlaun Nóbels|friðarverðlaunum Nóbels]] árið 2011 ásamt [[Ellen Johnson Sirleaf]] og [[Leymah Gbowee]] fyrir störf sín í þágu friðar og mannréttinda í Jemen. Þegar hún frétti af ákvörðun Nóbelsnefndarinnar um að sæma hana verðlaununum var Karman stödd í mótmælendabúðum á Torgi breytinga í Sana. Karman var fyrsta arabíska konan sem hlaut Nóbelsverðlaunin og þegar hún hlaut friðarverðlaunin var hún jafnframt yngsti handhafi þeirra frá upphafi.<ref name=ruv2014/><ref name=dv2011/> Síðan þá hafa Nóbelsverðlaunahafarnir [[Malala Yousafzai]] og [[Nadia Murad]] slegið aldursmet hennar.