„Þórbergur Þórðarson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 153.92.146.139 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 213.220.68.21
Merki: Afturköllun
Lína 8:
Þórbergur hlaut framan af litla formlega menntun meðal annars sökum þess að hann þurfti sjálfur að sjá fyrir sér. Árið 1906 fluttist hann að Vitastíg 9 í Reykjavík og gerði [[vistarbandssamningur|vistarbandssamning]] við Runólf Guðmundsson húseiganda. Runólfur sá honum fyrir mat, [[skotsilfur|skotsilfri]] og húsnæði en þess í stað réðst Þórbergur sem kokkur á skútuna „Seagull“ og Kútter Hafstein. Árið 1909 skildust leiðir Þórbergs og Runólfs og hóf Þórbergur nám við Kennaraskólann en varð fljótt afhuga því og hóf nám utanskóla við [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólann í Reykjavík]]. Þórbergur þurfti sjálfur að sjá sér farborða og var hann oft fátækur og hungraður á námsárum sínum.
 
=== Ástir ===
Þórbergur
 
Árið 1911 kynnist hann Sólrúnu Jónsdóttur og varð ástfanginn af henni en móðir hennar vildi ekki gifta dóttur sína manni sem gat ekki séð fyrir henni. Vorið 1913 reyndi hann við gagnfræðipróf og féll. Hann hélt þó ótrauður áfram og sótti fyrirlestra við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] sem voru opnir öllum. Hann fékk þó ekki að taka próf. Árið 1919 giftist Sólrún Steindóri Pálssyni sjómanni án þess þó að þau felldu saman hugi og eignuðust þau son saman. Sólrún tók þó upp ástarsamband við Þórberg 1922 og varð ófrísk af hans völdum ári seinna. Í febrúar 1924, sama ár og ''Bréf til Láru'' kom út, eignuðust þau dóttur sem kennd var Steindóri.
 
=== 1918–1933 ===