„Knattspyrnufélagið Víkingur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vikingurnr1 (spjall | framlög)
Vikingurnr1 (spjall | framlög)
Lína 99:
[[Rósmundur Jónsson]] var fyrstur Víkinga til að vera valinn í landsliðið í handknattleik, en árið 1963 var hann valinn í landsliðið sem útileikmaður. Tólf árum síðar, eða árið 1975, var hann á ný kominn í [[Landslið|landsliðið]], en þá í stöðu markvarðar. Af kvenfólkinu varð [[Rannveig Laxdal]] fyrst Víkinga til að leika í landsliði í meistaraflokki. Í kjöri um [[Íþróttamaður ársins|íþróttamann ársins]] 1971 varð [[Gunnar Gunnarsson (íþróttamaður)|Gunnar Gunnarsson]], fyrirliði Víkings, í tíunda sæti og varð hann fyrstur Víkinga til að komast í þann hóp.
 
ÁrariðÁrið 1963 fékk Víkingur amerísku söngsveitina [[Delta Rhythm Boys]] hingað til lands og stóð til að þeir héldu ferna tónleika. Fljótlega seldist upp á tónleikana og tókst skipuleggjendum að fá þá til að halda tvo tónleika til viðbótar. Tveimur árum síðar, í febrúar 1965, kom sjálfur [[Louis Armstrong|Louis „Satchmo“ Armstrong]], eitt stærsta nafnið í sögu jazz-tónlistar, til Íslands á vegum Víkings. [[Ólafur P. Erlendsson]] hafði veg og vanda af þessum heimsóknum ásamt knattspyrnudeild. [[Louis Armstrong|Armstrong]] hélt ferna [[Tónleikar|tónleika]] og var vitaskuld troðfullt á þá alla.
 
Það bar til tíðinda á Íslandsmóti í knattspyrnu árið 1970 að [[Jóhann Gíslason]] varði frá Þórði Þórðarsyni og varð fyrstur til að verja vítaspyrnu í deildaskiptu Íslandsmóti. Jóhann átti síðar eftir að verða þekktur handknattleiksmaður og fékk viðurnefnið „skotharði vélstjórinn“