„Hamarsheimt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Hamarsheimt''' (danska: ''Thors Brudefærd'') er önnur bókin í bókaflokknum um Goðheima. Hún kom út árið 1980. Teiknari hennar var listamaðurinn Pe...
 
Haukurth (spjall | framlög)
m →‎Söguþráður: Jötunn með tveimur ennum í nefnifalli
Lína 2:
 
== Söguþráður ==
[[Þór (norræn goðafræði)|Þór]] vaknar í höll sinni [[Bilskirnir|Bilskirni]] og uppgötvar að hamrinum Mjölni hefur verið stolið. [[Loki]] ályktar að jötuninnjötunninn [[Þrymur (norræn goðafræði)|Þrymur]] muni hafa stolið honum. Sú reynist raunin og krefst jötuninnjötunninn þess að fá gyðjuna [[Freyja|Freyju]] í lausnargjald. Æsir hyggjast ganga að þessum afarkostum en Loka hugkvæmist þó að klókara væri að klæða Þór í kvenmannsföt, senda hann á fund Þryms í gervi Freyju og endurheimta þannig hamarinn og koma um leið fram hefndum.
 
Þór, Loki og mannabörnin Þjálfi og Röskva halda á fund Freys, með viðkomu hjá jötninum [[Útgarða-Loki|Útgarða-Loka]], sem sér samstundis í gegnum ráðabruggið en lætur ekki á neinu bera. Sífellt fleiri jötnar átta sig á að ekki sé allt með felldu, en með klókindum tekst Loka að tryggja að enginn ljóstri leyndarmálinu upp við hinn hrekklausa Þrym. Hjónavígslan fer fram, en í upphafi hennar færir Þrymur brúði sinni hamarinn dýrmæta að gjöf. Þór gengur í kjölfarið berserksgang og drepur Þrym og fjölda veislugesta. Sögunni lýkur á því að ferðalangarnir snúa aftur til [[Ásgarður|Ásgarðs]] þar sem [[Sif]] hefur eignast tvíbura. Hún segir körlunum í hópi ásanna til syndanna fyrir að hafa komið illa fram við Freyju, en talar fyrir daufum eyrum.