„Knattspyrnufélagið Víkingur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vikingurnr1 (spjall | framlög)
Vikingurnr1 (spjall | framlög)
Lína 122:
Vorið 2018 samdi Víkingur við [[Reykjavíkurborg]] um lagningu gervigrass á [[Víkingsvöllur|keppnisvöll]] meistaraflokks karla og kvenna í Víkinni. Borgarráð samþykkti að bjóða framkvæmdina út við lok ársins og lauk þeim í júnímánuði árið 2019. Jafnframt samþykkti Borgarráð sam­hljóða að ganga til samn­inga við Vík­inga um að taka við rekstri íþrótta­mann­virkja í [[Safamýri|Safa­mýri]] eftir að [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]] flutti sig um set á svæði sitt í [[Grafarholt og Úlfarsárdalur|Úlfarsárdal]] sem hefur verið í uppbyggingu síðustu ár. Litið var sérstaklega til sterkr­ar framtíðar­sýn­ar fé­lags­ins fyr­ir Safa­mýr­ina<ref>{{Cite web|url=https://www.vikingur.is/felagidvikingur/54260-vikingur-tekur-vidh-ithrottamannvirkjum-i-safamyri|title=Víkingur tekur við íþróttamannvirkjum í Safamýri|website=www.vikingur.is|access-date=2019-10-02}}</ref> Í nú­ver­andi hverfi Vík­ings eru um 9.000 íbú­ar og sam­kvæmt áætl­un­um munu þeir verða 14.500 miðað við nýja hverfa­skipt­ingu.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/07/04/vikingur_tekur_vid_safamyri/|title=Víkingur tekur við Safamýri|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2019-10-02}}</ref>
 
Aðsóknarmet á [[Víkingsvöllur|Víkingsvelli]] var slegið þann 15. ágúst 2019 þegar karlaliðið lék gegn [[Breiðablik]] í undanúrslitum [[Bikarkeppni karla í knattspyrnu|Mjólkurbikarsins]]. Fjöldi áhorfenda var að minnsta kosti 1.848 en fyrra met var sett gegn [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]] árið 2015 í [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Úrvalsdeildinni]], voru þá 1.747 áhorfendur mættir.<ref>{{Cite web|url=http://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=362346|title=Leikskýrsla: Víkingur R. - Valur - Knattspyrnusamband Íslands|website=www.ksi.is|language=is|access-date=2019-10-07}}</ref><ref>{{Cite web|url=http://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=458122|title=Leikskýrsla: Víkingur R. - Breiðablik - Knattspyrnusamband Íslands|website=www.ksi.is|language=is|access-date=2019-10-07}}</ref>
 
Þann 14.september árið [[Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla 2019|2019]] urðu Víkingar [[Bikarkeppni karla í knattspyrnu|bikarmeistarar í knattspyrnu karla]] eftir frækinn [[Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla 2019|1-0]] sigur gegn FH á [[Laugardalsvöllur|Laugardalsvelli]]. Óttar Magnús Karlsson skoraði mark Víkinga. Þetta er annar bikarmeistaratitillinn í sögu knattspyrnudeildar og sá fyrsti í 48 ár, síðan 1971.