„René Descartes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 40:
Enda þótt heimspeki Descartes sé að einhverju leyti viðleitni til þess að losna undan áhrifum eldri spekinga fela ýmsir þættir í heimspeki hans í sér áhrif frá eldri kenningum, til dæmis [[Aristótelismi|aristótelisma]], [[stóuspeki]], sem naut vinsælda á ný á [[16. öld]], og frá kenningum [[Ágústínus]]ar.<ref>Um heimspeki Descartes, sjá Wilson (1982).</ref>
 
Descartes var einn mikilvægasti hugsuður [[Rökhyggja|rökhyggjunnar]] á [[17. öld]], ásamt hugsuðunum [[Baruch Spinoza]] og [[Gottfried Leibniz]]. Hann beitti [[aðferðafræðileg efahyggja|aðferðafræðilega efahyggju]], sem gjarnan er kennd við Descartes en er þó er ekki réttnefnd [[efahyggja]], heldur felst hún í því að vefengja kerfisbundið eigin hugmyndir og trú í þeim tilgangi að finna vísindalegri þekkingu öruggan grundvöll.<ref>Um þekkingarfræði Descartes, sjá Lex Newman, [http://plato.stanford.edu/entries/descartes-epistemology/ „Descartes' Epistemology“], ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2005) (Skoðað 30.07.2007). Um hinn kerfisbundna efa sem aðferð, sjá einkum kafla 2.2 Method of Doubt.</ref> Það eina sem hann gat ekki efast um var eigin tilvist úr því að hann efaðist. Þetta dró hann saman í þessaþá frægu setningu: ''Ég hugsa, þess vegna er ég til'' (latína: ''[[Cogito, ergo sum]]''). Frá þessum upphafspunkti leiddi hann út ýmsa aðra [[þekking]]u.<ref>Um upphafsreit Descartes, sjá Lex Newman, [http://plato.stanford.edu/entries/descartes-epistemology/#4 „Descartes' Epistemology: 4. ''Cogito Ergo Sum''“], ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2005) (Skoðað 30.07.2007). Sjá einnig Peter Markie, „The Cogito and Its Importance“ hjá John Cottingham (ritstj.), ''Cambridge Companion to Descartes'' (Cambridge: Cambridge University Press, 2006): 140-73.</ref> Þetta viðhorf -- að alla þekkingu skuli að reisa á traustum grunni -- nefnist [[bjarghyggja um þekkingu]].<ref>Sjá Lex Newman, [http://plato.stanford.edu/entries/descartes-epistemology/#2.1 „Descartes' Epistemology 2.1 Foundationalism“], ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2005) (Skoðað 27.07.2011). Um bjarghyggju sem slíka, sjá Richard Fumerton, [http://plato.stanford.edu/entries/justep-foundational/ „Foundationalist Theories of Epistemic Justification“] (2010) (Skoðað 27. júlí 2011).</ref>
 
Descartes hafnaði aristótelísku greiningunni á efnislegum hlutum í efni og form sem verið hafði viðtekin í [[skólaspeki]].<ref>Um Descartes og skólaspeki, sjá Roger Ariew, „Descartes and scholasticism: the intellectual background to Descartes' thought“ hjá John Cottingham (ritstj.), ''Cambridge Companion to Descartes'' (Cambridge: Cambridge University Press, 2006): 58-90.</ref> Einnig hafnaði hann [[Markhyggja|markhyggjuskýringum]] á náttúrufyrirbærum.<ref>Um náttúruspeki Descartes, sjá Edward Slowik, [http://plato.stanford.edu/entries/descartes-physics/ „Descartes' Physics“], ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2005) (Skoðað 30.07.2007).</ref>
Lína 47:
Descartes gerði skýran mun á [[sál]] og [[Líkami|líkama]].<ref>Um tvíhyggju Descartes, sjá Justin Skirry, [http://www.iep.utm.edu/d/descmind.htm „Descartes: The Mind-Body Distinction“], ''The Internet Encyclopedia of Philosophy'' (2006) (Skoðað 30.07.2007). Sjá einnig John Cottingham, „Cartesian dualism: theology, metaphysics, and science“ hjá John Cottingham (ritstj.), ''Cambridge Companion to Descartes'' (Cambridge: Cambridge University Press, 2006): 236-57.</ref> Samkvæmt kenningu hans um [[tvíhyggja|tvíhyggju]] sálar og líkama stjórnast öll líkamsstarfsemi af lögmálum, til dæmis berast boð um [[Sársauki|sársauka]] eftir [[taug]] til [[Mannsheilinn|heilans]] þegar við komumst í snertingu við [[Eldur|eld]]. Hins vegar taldi hann að mannssálin stjórnaðist ekki af vélrænum lögmálum heldur varð að kanna hana með [[sjálfsskoðun]] og íhugun.
 
Hann taldi að það væri [[heilaköngull]]inn sem væri aðsetur hugans og tengdi saman samskipti milli hugar og líkama.<ref>Sjá Gert-Jan Lokhorst, [http://plato.stanford.edu/entries/pineal-gland/ „Descartes and the Pineal Gland“], ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2006) (Skoðað 30.07.2007). Sjá einnig Gary Hatfield, „Descartes' physiology and its relation to his psychology“ hjá John Cottingham (ritstj.), ''Cambridge Companion to Descartes'' (Cambridge: Cambridge University Press, 2006): 335-70.</ref> Heilaköngullinn er eina [[líffæri]]ð í heilanum sem er ekki tvískipt og hélt því hélt hann að hann sæi umværi einhversnokkurs konar tengslbrú milli þess andlega og líkamlega.
 
Descartes kom einnig með nýjar uppgötvanir í líffræðilegri sálfræði, þótt hann hafi verið uppi löngu áður en sálfræði var viðurkennd fræðigrein. Hann var með þeim fyrstu til að reyna að skýra ákveðna hegðun með líffræðilegum þáttum, sbr. rannsóknir hans á taugakerfinu og viðbrögðum mannsins við sársauka.