„René Descartes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 40:
Enda þótt heimspeki Descartes sé að einhverju leyti viðleitni til þess að losna undan áhrifum eldri spekinga fela ýmsir þættir í heimspeki hans í sér áhrif frá eldri kenningum, til dæmis [[Aristótelismi|aristótelisma]], [[stóuspeki]], sem naut vinsælda á ný á [[16. öld]], og frá kenningum [[Ágústínus]]ar.<ref>Um heimspeki Descartes, sjá Wilson (1982).</ref>
 
Descartes var einn mikilvægasti hugsuður [[Rökhyggja|rökhyggjunnar]] á [[17. öld]], ásamt hugsuðunum [[Baruch Spinoza]] og [[Gottfried Leibniz]]. Hann beitti [[aðferðafræðileg efahyggja|aðferðafræðilega efahyggju]], sem gjarnan er kennd við Descartes en er þó er ekki réttnefnd [[efahyggja]], heldur felst hún í því að vefengja kerfisbundið eigin hugmyndir og trú í þeim tilgangi að finna vísindalegri þekkingu öruggan grundvöll.<ref>Um þekkingarfræði Descartes, sjá Lex Newman, [http://plato.stanford.edu/entries/descartes-epistemology/ „Descartes' Epistemology“], ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2005) (Skoðað 30.07.2007). Um hinn kerfisbundna efa sem aðferð, sjá einkum kafla 2.2 Method of Doubt.</ref> Það eina sem hann gat ekki efast um var eigin tilvist úr því að hann efaðist. Þetta dró hann saman í þessa frægu setningu: Ég hugsa, þess vegna er ég til (latína: ''[[Cogito, ergo sum]]''). Frá þessum upphafspunkti leiddi hann út ýmsa aðra [[þekking]]u.<ref>Um upphafsreit Descartes, sjá Lex Newman, [http://plato.stanford.edu/entries/descartes-epistemology/#4 „Descartes' Epistemology: 4. ''Cogito Ergo Sum''“], ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2005) (Skoðað 30.07.2007). Sjá einnig Peter Markie, „The Cogito and Its Importance“ hjá John Cottingham (ritstj.), ''Cambridge Companion to Descartes'' (Cambridge: Cambridge University Press, 2006): 140-73.</ref> Þetta viðhorf, -- að alla þekkingu verðiskuli að reisa á öruggumtraustum grunni, -- nefnist [[bjarghyggja um þekkingu]].<ref>Sjá Lex Newman, [http://plato.stanford.edu/entries/descartes-epistemology/#2.1 „Descartes' Epistemology 2.1 Foundationalism“], ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2005) (Skoðað 27.07.2011). Um bjarghyggju sem slíka, sjá Richard Fumerton, [http://plato.stanford.edu/entries/justep-foundational/ „Foundationalist Theories of Epistemic Justification“] (2010) (Skoðað 27. júlí 2011).</ref>
 
Descartes hafnaði aristótelísku greiningunni á efnislegum hlutum í efni og form sem verið hafði viðtekin í [[skólaspeki]].<ref>Um Descartes og skólaspeki, sjá Roger Ariew, „Descartes and scholasticism: the intellectual background to Descartes' thought“ hjá John Cottingham (ritstj.), ''Cambridge Companion to Descartes'' (Cambridge: Cambridge University Press, 2006): 58-90.</ref> HannEinnig hafnaði einnighann [[Markhyggja|markhyggjuskýringum]] á náttúrufyrirbærum.<ref>Um náttúruspeki Descartes, sjá Edward Slowik, [http://plato.stanford.edu/entries/descartes-physics/ „Descartes' Physics“], ''Stanford Encyclopedia of Philosophy'' (2005) (Skoðað 30.07.2007).</ref>
 
=== Hugspeki og sálfræði ===