„Ófrjósemi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 14:
* Óreglulegar eða engar blæðingar
* Fjölblöðrueggjastokkar við ómskoðun
* Hækkuð androgen, annað hvort mælanlegt í blóðprufu eða með einkennum, þ.e. mannlegum hárvexti (e.hirsutism) og/eða bólum
 
Önnur einkenni PCOS eru meðal annars: offita, kýli á líkama, brúnir blettir, húðsepar og þunglyndi. Um helmingur kvenna með PCOS eru í yfirþyngd. Meginþorri þeirra kvenna sem við þetta stríða þurfa einhverntíma að kljást við ófrjósemi. Egglos er stopult og óreglulegt og getur því verið erfitt að fylgjast með því.
Engin lækning er til við PCOS en það er hægt að meðhöndla einkennin með lyfjagjöf, breyttu mataræði og hreyfingu. Algeng meingerð sjúkdómsins er einnig aukið insúlínónæmi og hækkað magn insúlíns í blóði sem eykur líkur á sykursýki af týpu 2. Heilkennið getur líka valdið hækkuðum blóðgildum þríglýseríða og LDL (e. low density lipoprotein) og einnig lágu gildi af HDL (e. high density lipoprotein), sem eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum
 
=== Hormónaójafnvægi ===