„Falklandseyjastríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Holder (spjall | framlög)
m corr using AWB
Lína 216:
 
=== Árásin á ''HMS Avenger'' ===
Á sama tíma gerði argentínski flugherinn árás á breska flotann. Skotmarkið var sem fyrr flugmóðurskipin bresku en á vegi Super Étendardsþotunnar var freigátan HMS Avenger. Freigátan var nýkomin suður til Falklandseyja og hafði verið að flytja SBS njósnahópa landgönguliða á land hér og þar um eyjurnar. Sunnan við Avenger var varnarlína (ekki ósvipuð þeirri sem HMS Sheffield var í 4. maí) þriggja 42-gerðar tundurspilla. Nyrsta skipið í línunni var HMS Exeter og það var Exeter sem fyrst varð vart við árásina . Exeter sendi boð um hana til Avenger sem misskildi boðin um flugskeytin á þann veg (þeir töldu þau vera tvö) að þau kæmu úr norðri þegar skeytið stefndi í átt að skipinu úr suðri.
 
Stuttu seinna gerði áhöfn Avenger grein fyrir mistökum sínum. Þá var orðið of seint að snúa við svo skipið hægði á sér og stefndi bógnum (framparti skipsins) í átt að því og hóf skothríð af 4,5 þumlunga fallbyssu sinni. Skipverjum til mikillar ánægju sáu þeir eldhnött á himnum og töldu sig hafa skotið niður annað skeytið á flugi. HMS Ambuscade sem var statt sunnar sá hins vegar Exocetskeytið fljúga sakleysislega framhjá flotanum. Eldhnötturinn hafði raunar verið argentínsk Skyhawkvél sem hafði orðið fyrir Sea Dart flugskeyti frá Exeter. Hinar þrjár Skyhawkvélarnar stefndu í átt að Avenger. Eins og skipið sneri var ekki hægt að beita Sea Cat flugskeytunum svo að áhöfnin þurfti að láta fallbyssuna duga. Vélarnar þrjár gerðu árás en allar sprengjurnar lentu í sjónum sitt hvoru megin við skipið. Ein vélin hringsnerist af völdum þrýstings sem varð vegna sprengingar í sjónum undir henni og brotlenti. Avenger slapp óskadduð úr árásinni og tók með sér brak úr Skyhawkvélinni sem minjagrip (yfirkafarinn um borð neitaði víst að taka með líkamsleifar flugmannsins eins og næstráðandi skipsins hafði farið fram á!).