„Heimspeki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m listaheimspeki -> listheimspeki
Holder (spjall | framlög)
m corr using AWB
Lína 187:
Meginlandsheimspekin sótti einkum innblástur sinn til þýsku hughyggjunnar og til hugsuða á borð við [[Sören Kierkegaard]] (1813 – 1855), [[Friedrich Nietzsche]] (1844 – 1900), [[Franz Brentano]] (1838 – 1917) og [[Edmund Husserl]] (1859 – 1938). Hún blómstraði í fyrstu einkum á meginlandi [[Evrópa|Evrópu]] og hlaut þaðan nafnið.<ref>Um sögu meginlandsheimspekinnar, sjá R. Kearney, ''Continental Philosophy in the 20th Century: Routledge History of Philosophy Volume 8'' (London: Routledge, 2003). Sjá einnig Andrew Cutrofello, ''Continental Philosophy: A Contemporary Introduction'' (London: Routledge, 2005), Robert C. Solomon, ''Continental Philosophy since 1750: The Rise and Fall of the Self'' (Oxford: Oxford University Press, 1988) og Robert C. Solomon og David L. Sherman, ''The Blackwell Guide to Continental Philosophy'' (London: Blackwell, 2003).</ref>
 
Rökgreiningarhefðin spratt upp úr tilraunum heimspekinga til að finna traustari grunn fyrir rökfræðina og til að [[Smættun|smætta]] alla stærðfræði í rökfræði sem og frá áhuga þeirra á máli og merkingu.<ref>Um sögu rökgreiningarheimspekinnar má lesa í ítarlegu riti Scott Soames, ''Philosophical Analysis in the Twentieth Century, Volume 1: The Dawn of Analysis'' (Princeton: Princeton University Press, 2005) og ''Philosophical Analysis in the Twentieth Century, Volume 2: The Age of Meaning'' (Princeton: Princeton University Press, 2005). Sjá einnig . Prýðilegt ágrip er að finna í Thomas Baldwin, ''Contemporary Philosophy: Philosophy in English since 1945'' (Oxford: Oxford University Press, 2001). Sjá einnig Stuart Shanker, ''Philosophy of Science, Logic and Mathematics in the 20th Century: Routledge History of Philosophy Volume 9'' (London: Routledge, 2003) og John Canfield, ''Philosophy of Meaning, Knowledge and Value in the 20th Century: Routledge History of Philosophy Volume 10'' (London: Routledge, 2003)</ref> Rökgreiningarheimspekingar sóttu sumir innblástur sinn í enska raunhyggjuhefð, meðal annars til [[David Hume|Davids Hume]] (1711 – 1776) og [[John Stuart Mill|Johns Stuarts Mill]] (1806 – 1873), enda þótt mikilvægir hugsuðir rökgreiningarhefðarinnar kæmu frá meginlandi Evrópu.<ref>Um heimspeki í enskumælandi löndum á frá miðri 18. öld fram á miðja 20. öld, sjá John Skorupski, ''English-Language Philosophy 1750 to 1945'' (Oxford: Oxford University Press, 1993).</ref>
 
==== Rökfræðin í fyrirrúmi ====