„Rauðsokkahreyfingin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hidurhak (spjall | framlög)
m setti inn mynd
Hidurhak (spjall | framlög)
m Aðalega fært lítilega til setningar og hagrætt orðum.
Lína 1:
[[Mynd:365 kvennaefni 8.jpg|alt=Þreytta húsmóðirin í Austurstræti á Þorláksmessu.|thumb|Þreytta húsmóðirin í Austurstræti á Þorláksmessu.]]
'''Rauðsokkahreyfingin''' var íslensk grasrótarhreyfing sem stofnuð var í kjölfar ´68 byltingarinnar en þá spruttu upp róttækir kvennahópar víða á Vesturlöndum. Má þar nefna dönsku hreyfinguna Rødstrømperne, sænsku Grupp 8, Kvinnefronten í Noregi og Dolle Mina í Hollandi. Í Bandaríkjunum höfðu áður sprottið upp kvenfrelsishreyfingar (Women’s Lib) samstíga baráttu blökkumanna gegn kynþáttamismunun.<ref>{{Bókaheimild|titill=Á rauðum sokkum, baráttukonur segja frá|útgefandi=Háskólaútgáfan og RIKK|ár=2011|bls=bls 32-33}}</ref> Í Evrópu má nefna dönsku hreyfinguna Rødstrømperne, sænsku Grupp 8, Kvinnefronten í Noregi og Dolle Mina í Hollandi. Ráðstefnur voru haldnar þar sem konur hvöttu hver aðra til að krefjast jafnréttis til launa, menntunar og mannsæmandiogmannsæmandi lífskjara. Hreyfingin hér á landi lét fyrst að sér kveða þegar „konur á rauðum sokkum“ hópuðust saman á [[Hlemmur|Hlemmi]] eftir að heyra hvatningu [[Vilborg Dagbjartsdóttir|Vilborgar Dagbjartsdóttur]] í útvarpinu og gengu síðan, þrátt fyrir andstöðu skipulagsnefndar verkalýðsfélaganna, aftast í [[Verkalýðsdagurinn|1. maí]] göngunni 1970 og báru á öxlum sér stóra Venusarstyttu þar sem á stóð „Manneskja ekki markaðsvara“. Styttan var leikmunur úr leiksýningunni Lýsiströtu.<ref>Tíminn 1. maí 1970</ref> Eftir nokkra sumarfundi var Rauðsokkahreyfingin formlega stofnuð í [[Norræna húsið|Norræna húsinu]] um haustið.<ref>{{Bókaheimild|titill=þjóðv. 18. og 21. okt 1970}}</ref>
 
== Áhrifavaldar ==
ÁhrifavaldarAðrir á þessum tímaáhrifavaldar voru eldri rithöfundar svo sem [[John Stuart Mill]] (''[[Kúgun kvenna]],'' 1869'')'', [[Friedrich Engels]] (''Uppruni fjölskyldunnar'', ''einkaeignarinnar og ríkisins,'' 1884'')'' og [[Simone de Beauvoir]] (''Hitt kynið,'' 1949). Innlend samtímaáhrif komu frá skáldkonunum [[Svava Jakobsdóttir|Svövu Jakobsdóttur]] og [[Jakobína Sigurðardóttir|Jakobínu Sigurðardóttur]]. Bandaríska tímaritið MS var lesið og ýmis rit norrænna baráttukvenna svo sem [[Hanne Reintoft]] (''Kvinden i klassesamfundet,'' 1973'')''. Einnig ''Kvindens lille röde'' sem [[Silja Aðalsteinsdóttir]] þýddi kafla úr, ''Goðsagan um konuna'' eftir [[Betty Friedan]] sem Soffia Guðmundsdóttir þýddi að hluta og las í útvarp, ''Kvennaklósettið'' eftir [[Marilyn French]] sem Elisabet Gunnarsdóttir þýddi og ''Kvengeldingurinn'' eftir [[Germaine Greer|áströlsku fræðikonuna Germaine Greer]]. Konur fóru í vaxandi mæli að láta til sín taka í myndlistarheiminum og nýta sér efnivið utan hins hefðbunda málverks svo sem þráðlist og ljósmyndir eða vinna með eigin líkama. Á alþjóðavísu var þessum sjálfsprottnu kvennahreyfingum mikill styrkur að margvíslegri listrænni tjáningu.
 
== Aðdragandi og þjóðfélagsaðstæðurÞjóðfélagsaðstæður 1970 ==
Á eftirstríðsárunum jókst smám saman hlutfall kvenna sem sótti sér framhaldsmenntun og fleiri héldu út á vinnumarkaðinn. Þær róttæku konur sem stofnuðu Rauðsokkahreyfinguna voru meðvitaðar um ójafna stöðu kynjanna í samfélaginu og staðráðnar í að knýja fram breytingar. Þótt konur væru þá þegar þriðjungur mannafla í atvinnulífinu skorti mikið á að staða þeirra á vinnumarkaðinum væri sambærileg við kjör og aðstæður karla. Margar stéttir voru konum lokaðar, launakjör þeirra yfirleitt bág og þeim að jafnaði haldið utan við stjórnunarstörf.
 
Lína 16:
Starf hreyfingarinnar var margþætt og byggðist á hugmyndum um almenn mannréttindi, en þó fyrst og fremst jafnrétti kynjanna. Í upphafi snerist það mest um upplýsingaöflun og innri fræðslu. Skoðuð var þátttaka kvenna í atvinnulífinu og launakjör, aðstæður þeirra til menntunar og möguleikar til heilbrigðs lífernis og ekki síst dagvistun barna. Ekkert verkefni var eins erfitt og sársaukafullt og baráttan fyrir ákvörðunarrétti kvenna til [[Fóstureyðing|fóstureyðinga]]. Sjálfsákvörðunarrétturinn náði þó ekki fram að ganga fyrr en lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi árið 2019. Þrátt fyrir það markaði samþykkt laganna 1975 tímamót fyrir konur.
 
Fyrirvinnuhlutverk heimilisföðurins var fastmótað hugtak sem ríkjandi var, ekki aðeins meðal atvinnurekanda og launagreiðanda heldur almennt í þjóðfélaginu. Þótt það stangaðist á við raunveruleikann var það notað til að réttlæta lág laun og skort á atvinnuöryggi þeirra kvenna sem unnu utan heimilis. Margar konur, ekki síst verkakonur, voru fyrirvinnur og sáu fyrir börnum sínum. Kjör þeirra voru oft forkastanleg og félagsleg réttindi lítil. Annar mikilvægur þáttur í starfseminni var vitundarvakning bæði meðal kvenna í hreyfingunni og einnig almennt úti í samfélaginu. Það starf fór fram starfshópum, í fjölmiðlum, á ráðstefnum sem hreyfingin stóð fyrir eða tók þátt í og með því að tala á fundum ýmissa klúbba og félaga þar sem málstaðurinn var kynntur. Fóru þá að jafnaði tveir fulltrúar frá hreyfingunni því oft var hart sótt að þeim.
 
Hugmyndir Rauðsokka voru oft settar fram í myndrænu formi með veggspjöldum og margvíslegum uppákomum á götum úti og hvort tveggja gerði þennan óskilgreinda hóp mjög sýnilegan. Sem dæmi um þetta má nefna þegar farið var með kvíguna Perlu til þess að hún gæti tekið þátt í fegurðarsamkeppni á [[Akranes|Akranesi]] eða þegar þreytta húsmóðirin var hengd á jólatré á [[Þorláksmessa|Þorláksmessu]] í [[Austurstræti]].
 
Útgáfa ritsins ''[[Forvitin rauð]]'' hófst árið 1972 og stóð til 1979. Einnig setti baráttan fyrir sanngjörnum launakjörum sterkan svip á baráttuna. Alþjóðalög sem kváðu á um sömu laun fyrir sömu vinnu höfðu verið innleidd af [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] 1961 og ákvæði þeirra skerpt á Íslandi árið 1973 um leið og Jafnlaunaráð var stofnað m.a. til að hafa eftirlit með framkvæmd laganna.
 
Útgáfa ritsins ''[[Forvitin rauð]]'' hófst árið 1972 og stóð til 1979.
 
== Kvennaverkfall - Kvennafrí 1975 ==
Sú hugmynd að konur leggðu niður störf í einn dag kviknaði strax í umræðum meðal kvenna sem höfðu tekið þátt í alþjóðlegum ráðstefnum erlendis um svipað leyti og Rauðsokkahreyfingin var stofnuð. Hvergi þótti þó kleift að hrinda slíkri hugmynd í framkvæmd erlendis en hér var henni haldið vakandi innan hreyfingarinnar og eftir nokkurra ára starf og rannsóknir á starfsumhverfi kvenna, einkum verkakvenna, var ákveðið að láta til skarar skríða á því ári sem Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu konum undir kjörorðunum ''Jafnrétti, framþróun, friður''. Í janúar 1975 var haldin láglaunaráðstefna í [[Lindarbær|Lindarbæ]] með konum úr ýmsum verkalýðsfélögum, einkum sérfélögum kvenna. Þar var hugmyndinni um [[kvennaverkfall]] komið á framfæri. Önnur ráðstefna var haldin í febrúar með Fóstrufélaginu og þar var hugmyndin ítrekuð og einnig í [[Neskaupstaður|Neskaupsstað]] um vorið.
 
Kvennaársnefnd á vegum hins opinbera var loks skipuð í júní og í framhaldi af því var haldin fjölmenn ráðstefna með þátttöku sex samtaka yfir 30.000 kvenna en Íslendingar voru þá um 215.000. Blönduð stéttarfélög tóku þátt og einnig kvenfélög stjórnmálaflokkanna. Í fundarlok var hugmyndin um kvennaverkfall lögð fram. Hart var tekist á um tillöguna en hún að lokum samþykkt eftir að [[Valborg Bentsdóttir]] snaraðist í pontu og mælti fyrir því að nefna aðgerðina ekki verkfall heldur myndu konur taka sér frí frá störfum í einn dag. Í framhaldi af þessari samþykkt komu saman til fundar fulltrúar yfir 50 félaga og náðist þar samstaða þvert á faglegar stéttir og stjórnmálaskoðanir um að konur legðu niður vinnu um land allt á stofndegi Sameinuðu þjóðanna 24. október. Sérstök framkvæmdanefnd var skipuð og fjöldi sjálfboðaliða lagði málefninu lið. Þessi vaski kvennahópur undirbjó dagskrána og hvatti konur til samstöðu enda var þátttaka geysimikil og vakti atburðurinn athygli langt út fyrir landsteinana. Markmiðið var skýrt afmarkað frá upphafi: Konur vildu sýna fram á að vinnuframlag þeirra úti í samfélaginu og inni á heimilunum væri svo afgerandi að án þess stöðvuðust hjól atvinnulífsins.
 
== Starfið eftir Kvennafrídaginn 1975 ==
Nokkur vatnaskil urðu í Rauðsokkahreyfingunni eftir [[Kvennafrídagurinn|Kvennafrídaginn]]. Geysistórum áfanga var náð, draumur hafði ræst. Sumar af stofnendunum höfðu þá tekist á hendur störf í samfélaginu þar sem menntun þeirra og félagsleg reynsla var metin og þær sneru sér að því að vinna að bættum kjörum kynsystra sinna hver á sínum vinnustað eða innan faghópa. Svo voru sumar konurnar orðnar úrvinda eftir áralangt starf í hreyfingunni. Samstilltur hópur dreifðist því víða.
<br />