„Búnaðarfélag Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
→‎Staða landbúnaðar á tímamótum: Setti inn tengla á Wp síður Jóns Helgasonar og Hjartar E. Þórarinssonar.
Attestatus (spjall | framlög)
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti Android app edit
Lína 5:
 
== Starfsemi Búnaðarfélags Íslands og þróun ==
Búnaðarfélag Íslands hafði með höndum að sjá um að halda árleg Búnaðarþing, en lög um þau voru sett árið 1899. Fyrsta Búnaðarþingið kom saman sama ár og lögin voru sett. Ekki má rugla saman Búnaðarfélagi Íslands, Búnaðarþingi og búnaðarsamböndum einstakra landshluta, en síðarnefndu samböndin voru félög sem flest voru stofnuð á fyrsta áratug 20. aldar. Þau voru í fyrstu ekki með aðild að Búnaðarfélagi Íslands, en höfðu sjálfstæða starfsemi í hinum ýmsu landshlutum. Þannig var [[Ræktunarfélag Norðurlands|Ræktunarfélag Norðurland]]<nowiki/>s stofnað árið 1903, og [[Búnaðarfélag Suðurlands]] 1908. Á þessum árum voru jafnframt stofnuð búnaðarsambandsfélög á Vestfjörðum og Austfjörðum. Um 1930 varð sú breyting að Ræktunarfélag Norðurlands, sem þó hélt áfram að starfa undir því nafni, var ekki lengur búnaðarsamband, en búnaðarsambönd voru stofnuð í öllum sýslum Norðurlands. Næsta stóra sporið í skipulagi Búnaðarfélags Íslands var tekið árið 1937, en það ár kusu búnaðarsamböndin sjálf í fyrsta sinn alla fultrúafulltrúa á Búnaðarþing með beinni kosningu. Búnaðarþing var haldið árlega frá og með 1950. Skipulag þessara félaga byggðist á kerfi þar sem minni félagseiningar áttu aðild að stærri einingum. Bændur landsins áttu aðild að svonefndum hreppabúnaðarfélögum. Hreppabúnaðarfélögin mynduðu 15 búnaðarsambönd, sem aftur áttu aðild að Búnaðarfélagi Íslands. Búnaðarfélag Íslands var sjálfstætt félag og kusu fulltrúar á Búnaðarþingi því stjórn.
 
Hlutverk Búnaðarfélags Íslands varð fljótlega að fara með eins konar framkvæmdavald, eða að hrinda lögum og reglugerðum sem ríkið setti í framkvæmd. Fylgdi þessu umfangsmikil vinna og starfsemi, sem greindist í marga, aðskilda þætti. Jarðræktarlögin frá 1923 og búfjárræktarlögin 1931 voru merkir áfangar í starfsemi Búnaðarfélags Íslands. Með jarðræktarlögunum var stjórn jarðræktunar í landinu færð til Búnaðarfélags Íslands, sem sá um að koma lögunum í framkvæmd. Lögin taka til opinbers stuðnings við jarðrækt og húsabætur í öllum sveitum landsins. Meðal þeirra skyldna sem voru lagðar á félagið var ráðning ráðunauta í landbúnaði og umfangsmikil leiðbeiningarþjónusta fyrir bændur. Búreikningastofa var jafnframt rekin af félaginu til aðstoðar bændum um bókhald búa sinna.