„Konrad von Maurer“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bætti við tengli inn á sagnagrunn.
Lína 6:
 
== Æska ==
Konrad Maurer var sonur Georg Ludwig von Maurer og Friederike Maurer (fædd Heydweiller). Systir hans var Charlotte (1821-1874). Árið 1826 fluttist fjölskyldan frá Frankenthal í [[Pfalz]] til [[München]] því faðir hans hafði fengið ráðningu sem prófessor í þýskri réttarsögu við Ludwig-Maximilians háskólann í München. Sjö ára að aldri missti Konrad Maurer móður sína. Í tvö ár dvaldi hann í [[Grikkland]]i þar sem faðir hans starfaði í ráðuneyti [[Ottó 1. Grikklandskonungur|Ottós I]] Grikklandskonungs, meðal annars við gerð stjórnarskrár landsins. Að því loknu flutti fjölskyldan aftur til München.
 
Konrad Maurer fékk tilsögn hjá einkakennurum og lauk stúdentsprófi árið [[1839]] frá Altes Gymnasium í München (nú Wilhelmsgymnasium). Áhugi hans stefndi til [[náttúruvísindi|náttúruvísinda]], einkum steindafræði. Samkvæmt ósk föður síns lagði hann stund á [[lögfræði]] í München, [[Leipzig]] og [[Berlín]]. Í námi sínu varð Konrad Maurer fyrir miklum áhrifum af lögfræðingnum Wilhelm Eduard Albrecht sem og [[Grimmsbræður|Jacob Grimm]], upphafsmanni þýskrar þjóðfræði og fornfræði.