„Elísabet 2. Bretadrottning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 33:
Georg 6. lést árið 1952, á meðan Elísabet var í opinberri heimsókn í [[Kenía|Keníu]]. Elísabet varð þannig þjóðhöfðingi [[Breska samveldið|breska samveldisins]] undir nafninu Elísabet 2. og var krýnd drottning í október næsta ár.<ref>{{Vefheimild|titill=Krýnd Elisabet II Bretadrottning|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5406327|útgefandi=''Eining''|ár=1953|mánuður=1. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=21. september}}</ref>
 
Elísabet hefur verið vinsæll þjóðhöfðingi allt frá valdatöku sinni og einbeitti sér lengi að því að endurheimta virðugleika konungsfjölskyldunnar eftir umdeilda afsögn frænda síns.<ref>{{Vefheimild|titill=Elísabet II Bretadrottning sextug|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1638096|útgefandi=''Morgunblaðið''|ár=1986|mánuður=10. ágúst|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=21. september}}</ref> Þó fór að bera á gagnrýni á henni árið 1957 í [[Súesdeilan|Súesdeilunni]], þegar [[Louis Mountbatten|Mountbatten lávarður]], frændi Filippusar og fjölskylduvinur Elísabetar, lét hafa eftir sér að drottningin væri á móti stríðsrekstri Breta í Egyptalandi. [[Anthony Eden]] forsætisráðherra, sem hafði átt frumkvæði að stríðinu, neyddist í kjölfarið til að segja af sér formennsku í [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokknum]] og Elísabet skipaði [[Harold Macmillan]] í embætti forsætisráðherra. Þegar Macmillan sagði síðan af sér sex árum síðan staðfesti Elísabet valið á aðalsmanninum [[Alec Douglas-Home]] sem eftirmanni hans, sem mörgum þótti ólýðræðislegt og leiddi til frekari gagnrýni á embætti Elísabetar.<ref name=ruv2016/>
 
Elísabet hafði átt í góðu sambandi við fyrsta forsætisráðherra sinn, [[Winston Churchill]], sem hrósaði henni fyrir sterkan persónuleika og hafði mynd af henni fyrir ofan rúm sitt á sveitasetri sínu síðustu árin. Samskipti hennar við [[Margaret Thatcher]], forsætisráðherra frá 1979 til 1990, voru með stirðara móti og Thatcher mun hafa sagt um Elísabetu við flokksfélaga sína: „Hún er ekki ein af okkur.“<ref name=dv2015/>