„Ora (matvælaframleiðandi)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Saga Ora
Haukurth (spjall | framlög)
Þessi texti er tekinn beint úr bæklingi sem ORA gaf út: https://issuu.com/ghilmis/docs/ora-vorumerkjahandbok-singlepages-2
Merki: Skipt út
Lína 1:
 
'''Ora''' er íslenskur [[matvælaframleiðandi]] sem m.a. framleiðir [[Ora grænar baunir]]. Ora var stofnað árið [[1952]] til þess að selja [[niðursuða|niðursoðnar]] [[fiskafurðir]]. Nafnið [[Ora (latína)|Ora]] er [[latína]] og þýðir [[strönd]] en þar er einmitt vísað til [[haf|hafsins]] og þeirra [[afurðir|afurða]] sem [[fyrirtæki|fyrirtækið]] framleiðir. Ora selur bæði vörur á íslenskum [[markaður|markaði]] og erlendis.
 
'''1936'''
 
'''Ný atvinnugrein'''
 
Tveir Norðmenn búsettir á Ísafirði óskuðu eftir leyfi til að stofna niðursuðuverksmiðju – eina þá fyrstu á landinu. Bæjarstjórnin sinnti ekki erindinu en ákvað síðar að stela hugmyndinni. Tveimur mönnum um tvítugt var falið að setja upp verksmiðjuna og koma henni af stað, Tryggva Jónssyni og Þorvaldi Guðmundssyni sem síðar var kenndur við Síld og fisk. Megintilgangurinn var að sjóða niður rækjur, sjávarfang sem Íslendingar höfðu ekkert nýtt fram að þessu.
 
'''1938'''
 
'''Komist á bragðið'''
 
Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda stofnar niðursuðuverksmiðju í Reykjavík. Megintilgangurinn er útflutningur á sjávarafurðum, en einnig sala innanlands – einkum á síld. Tryggvi Jónsson sér um niðurlagningu hennar og í fyrsta sinn byrja Íslendingar að gæða sér á síld í einhverjum mæli. Fyrstu tilraunir til að kynna Íslendingum síldarrétti voru gerðar á þriðja áratugnum en skiluðu litlum árangri, enda litu landsmenn helst á fiskinn sem beitu.
 
'''1939'''
 
'''Bolla, bolla!'''
 
Niðursuðuverksmiðja SÍF hafði yfir að búa vél til framleiðslu á fiskbollum. Á bolludaginn 1939 var þessi nýja framleiðsluvara kynnt til sögunnar sem auðveldur og þjóðlegur bolludagsréttur. Segja má að fiskbollur hafi verið fyrsti íslenski skyndibitinn.
 
'''1948'''
 
'''Hann blæs!'''
 
Hvalveiðifélagið Hvalur hf er stofnað og Íslendingar hefja stórhvalaveiðar. Afurðirnar eru ætlaðar til útflutnings, en jafnframt fellur til mikið af kjöti fyrir innanlandsmarkað. Hér skapast viðskiptatækifæri fyrir framtakssama einstaklinga.
 
'''1950'''
 
'''Ævintýraeyjan'''
 
Fyrsta Ævintýrabókin eftir Enid Blyton kemur út hér á landi. Íslensk börn drekka í sig sögur höfundarins og fyllast óstjórnlegri löngun í niðursuðumat, einkum reykta nautatungu ásamt berjasaft.
 
'''1951'''
 
'''Kjöt og rengi'''
 
Tryggvi Jónsson og Arnljótur Guðmundsson lögfræðingur stofna fyrirtækið Kjöt og rengi til að vinna og selja hvalaafurðir. Teknir voru bestu bitarnir úr yngstu hvölunum fyrir íslenska markaðinn. Hluti kjötsins var seldur ferskur en einnig voru framleiddar ýmsar vörur á borð við kjötbúðing, pylsur, kjötfars og blóðmör. Hvalrengi var einnig vinsæl afurð en fyrirtækið gat súrsað allt að fimmtán tonn í einu.
 
(Myndefni: hvalrengi, <nowiki>https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/9/95/Whale_Blubber_for_Lunch_-_Midway_Lake_Music_Festival_-_Near_Fort_McPherson_-_Northwest_Territories_-_Canada.jpg</nowiki>)
 
'''1952'''
 
'''Við ströndina'''
 
Fyrirtækið Kjöt og rengi færir út kvíarnar með nýjum framleiðsluvörum. Farið var að reykja bæði fisk og lambakjöt og hafin niðursuða á ýmsum matvælum. Gamla nafnið þótti óhentugt og var Jóni Sigurðssyni frá Kalaðarnesi, skrifstofustjóra Alþingis og miklum íslenskumanni, falið að finna nýtt nafn. Hann stakk upp á heitinu ORA, sem fengið er úr latínu. Ora merkir bæði sögnina „að biðja“ og „strönd“, en verksmiðja fyrirtækisins var einmitt við ströndina á Kársnesi í Kópavogi. Næstu áratugina nefndist fyrirtækið fullu nafni ORA – Kjöt og rengi.
 
'''1953'''
 
'''ORA grænar'''
 
Þegar á öðru starfsári ORA setur fyrirtækið á markað sína kunnustu afurð, grænar baunir. Niðursoðnar baunir höfðu verið fáanlegar í verslunum um allnokkurt skeið, en ORA baunirnar urðu á örskömmum tíma vinsælastar og ómissandi með sunnudagssteikinni.
 
'''1954'''
 
'''Baldur og Konni'''
 
Töframaðurinn Baldur Georgs var vinsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar ásamt búktalsdúkkunni Konna. Árið 1954 sendu félagarnir Baldur og Konni frá sér hljómplötu, þar sem fyrir kom lagstúfurinn „Saltkjöt og baunir – túkall“. Engum dettur í hug að bjóða upp á saltkjöt án þess að grænar baunir fylgi sem meðlæti.
 
'''1959'''
 
'''Sönn íslensk sakamál'''
 
Brotist var inn á skrifstofur ORA í skjóli nætur. Stolið var lítilræði af smámynt og nokkrum kúlupennum. Lögreglunni tókst ekki að hafa upp glæpalýðnum.
 
'''1966'''
 
'''Íslenskt hugvit'''
 
Niðursoðin murta úr Þingvallavatni var um árabil vinsæl útflutningsvara ORA og seld víða um lönd. Vinnan við að verka fiskinn var mannaflsfrek og var hugvitsmaðurinn Baldvin Jónsson í vélsmiðjunni Sylgju fenginn til að hanna vél til að blóðhreinsa murtuna. Vélin var tilbúin árið 1966 og talin einstök í heiminum, en hún var sögð afkasta á við 12-14 stúlkur.
 
'''1968'''
 
'''Grásleppuveldi'''
 
Áætlað er að Íslendingar framleiði um 65% grásleppuhrogna í heiminum. Megnið af þeim er þó flutt lítið unnið úr landi. ORA áformar að hefja framleiðslu á grásleppukavíar í 100 ml. glösum til að stórauka útflutningsverðmætið.
 
'''1970'''
 
'''Fötin skapa manninn'''
 
Fyrstu tvo áratugina voru umbúðir á vörum ORA afar fjölskrúðugar og ólíkar innbyrðis. Síðla árs 1970 var farið að samræma útlitið og var Auglýsingastofu Kristínar Þorkelsdóttur falið það verkefni. Fyrstu nýju umbúðirnar voru á rauðrófum, en síðan fylgdu fleiri vöruflokkar í kjölfarið.
 
'''1971'''
 
'''Franska eldhúsið'''
 
Franskur meistarakokkur var fenginn til liðs við ORA árið 1971 í því skyni að þróa fiskibollur fyrir Frakklandsmarkað. Í leiðinni þróaði sá franski uppskrift að humarsúpu sem unnin var úr humarklóm, sem sjómenn höfðu fram að því ekki haft fyrir að hirða. Fyrstu viðbrögð Íslendinga voru blendin, en síðar átti humarsúpan frá ORA eftir að njóta mikilla vinsælda.
 
'''1983'''
 
'''Fyrir útileguna'''
 
Á Iðnsýningunni ´83 í Reykjavík kynnir ORA til sögunnar nýjung: skyndirétti fyrir fólk á ferðalögum. Ekki þarf að elda innihald dósanna, heldur dugir að láta þær liggja í heitu vatni í fáeinar mínútur. Lykkjulok er á dósinni svo dósahnífur er óþarfur. Í boði eru hamborgari í ítalskri sósu, pylsur í ítalskri sósu og ýsa sælkerans.
 
'''1985'''
 
'''Fastir liðir…'''
 
Þjóðin situr límd yfir gamanþáttaröðinni ''Fastir liðir eins og venjulega…'' á RÚV þar sem hefðbundnum kynjahlutföllum er snúið við. Í ógleymanlegu atriði skellir persóna Arnars Jónssonar ORA fiskbolludós á eldavélarhelluna og kveikir undir. „Ertu að sjóða þessar fiskbollur?“, spyr gestkomandi í forundran. „Nei, ég er að kenna þeim að synda.“
 
'''1986'''
 
'''Frægð og fiskneysla'''
 
Bandarísk-ungverska leikkonan og kynbomban Zsa Zsa Gabor gengur í hjónaband í níunda og síðasta sinn. Hún var meðal frægra aðdáenda Þingvallamurtunnar frá ORA. Af öðru frægðarfólki í þeim hópi mætti nefna skemmtikraftinn Dean Martin sem borðaði hana til að passa upp á línurnar.
 
'''1987'''
 
'''Tryggvi Jónsson 1914-1987'''
 
Tryggvi Jónsson, stofnandi ORA og aðaleigandi um áratugabil, deyr 73 ára að aldri. Hann var einn af helstu frumkvöðlum íslensks niðursuðuiðnaðar, allt frá því að hann hélt til Svíþjóðar sautján ára gamall að læra niðursuðu. Tryggvi átti stóran þátt í að bæta og auðga mataræði Íslendinga.
 
'''1996'''
 
'''Landnám smurbrauðsins'''
 
Þegar fyrst var farið að selja síld í íslenskum verslunum var haft að orði að hún væri fínn matur á mánudegi eftir glataða helgi. Löngu síðar lærðist landsmönnum að síld væri herramannsmatur. Árið 1996 opnaði fyrsti smurbrauðsstaðurinn á landinu, Jómfrúin í Lækjargötu. Síld er ómissandi þáttur í dönsku smurbrauðshlaðborði og raunar ákavítið líka – en það er önnur saga.
 
''(Myndefni: Jómfrúin, smurbrauð eða e-ð)''
 
== Tengill ==