„Jón Gerreksson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 3 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q522346
Lína 16:
Þorvarður, Teitur og [[Árni Einarsson Dalskeggur]] söfnuðu liði og fóru um sumarið á Þorláksmessu (20. júlí) að biskupi og mönnum hans í Skálholti, drógu biskup út úr kirkjunni, drápu sveina hans sem í náðist, settu Jón í poka og drekktu honum í [[Brúará]], og var það gert svo að ekki væri hægt að segja að þeir hefðu úthellt blóði biskups. Ekki er að sjá að nein refsing hafi komið fyrir verkið.
 
[[Björn Þorsteinsson (f. 1918)|Björn Þorsteinsson]] sagnfræðingur hefur sett fram þá kenningu að morðið á Jóni hafi verið pólitísk aðgerð runnin undan rifjum Englendinga og er þá ekki ólíklegt að Jón Hólabiskup hafi tengst því á bak við tjöldin, enda hafði [[Loftur Guttormsson]] faðir Þorvarðar verið helsti stuðningsmaður hans. Svo mikið er víst að ekki virðist biskupHólabiskup hafa gert minnstu tilraun til að beita valdi kirkjunnar gegn þeim sem drepið höfðu starfsbróður hans og saurgað kirkjuna.
 
Þorvarður og Margrét giftust [[1436]], bjuggu á Möðruvöllum og voru sögð auðugustu hjón landsins á sinni tíð.