Munur á milli breytinga „Mið-Austurlönd“

ekkert breytingarágrip
 
==== Wahhabi ====
{{Aðalgrein|Wahhabismi}}
Wahhabi er hreintrúarstefna innan Súnní Islam sem Muhammad ibn ‘Abd al-Wahhab stofnaði á átjándu öld í Mið-Arabíu og Saud-ættin tók síðan upp. Þegar leið á tuttugustu öldina hafði Saud-ættin lagt undir sig allt Najd-svæðið og gert nokkrar tilraunir til þess að stofna eigið ríki. Ottómanaveldið stöðvaði jafnan þau áform, en skömmu eftir hrun þess, árið 1932, náði ættin loks að grundvalla sitt eigið konungsveldi undir stjórn Ibn Saud sem tryggði að trúarlegt og pólítískt vald Wahhabi-stefnunnar varð algjört í Sádi-Arabíu.