„Djibútí“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 34:
| símakóði = 253
}}
'''Djibútí''' ([[arabíska]]: : جيبوتي, ''Ǧībūtī'' ;[[Sómalskasómalska]]: ''Jabuuti'') er land í [[Austur-Afríka|Austur-Afríku]] á því svæði sem nefnist [[horn Afríku]]. Það á landamæri að [[Erítrea|Erítreu]] í norðri, [[Eþíópía|Eþíópíu]] í vestri og suðri, og [[Sómalía|Sómalíu]] í suðaustri. Auk þess á Djibútí strandlengju við [[Rauðahaf]]ið og [[Adenflói|Adenflóa]]. Einungis 20 km breitt sund skilur á milli Djibútí og [[Jemen]] á [[Arabíuskaginn|Arabíuskaganum]]. Landið er 23.200 ferkílómetrar að stærð. Flestir íbúar eru [[Sómalar]] eða [[Afarar]] en Sómalar eru um 60% íbúa.
 
Til forna var landið líklega hluti af [[Púnt]], ásamt Sómalíu. Hafnarborgin [[Zeila]] sem nú er í Sómalíu var á miðöldum höfuðstaður soldánsdæmanna [[Soldánsdæmið Adal|Adal]] og [[Soldánsdæmið Ifat|Ifat]]. Seint á 19. öld var franska nýlendan [[Franska Sómalíland]] stofnuð í kjölfar samninga sem Sómalar og Afarar gerðu við Frakka. Með nýrri járnbraut frá Djibútí til [[Dire Dawa]] í Eþíópíu (og síðar [[Addis Ababa]]) varð Djibútí helsta hafnarborg svæðisins í stað Zeila. Landsvæðið við borgina var gert að [[Franska umdæmi Afara og Issa|Frönsku umdæmi Afara og Issa]] 1967 eftir að Afarar og Evrópubúar í landinu höfðu flestir kosið að vera áfram hluti af Frakklandi fremur en sameinast Sómalíu, í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Frakkar beittu kosningasvikum til að koma í veg fyrir að Sómalar fengju að kjósa. Landið varð sjálfstætt sem Djibútí áratug síðar. Snemma á [[1991-2000|10. áratug 20. aldar]] hófst [[borgarastyrjöldin í Djibútí|borgarastyrjöld]] sem lauk árið 2000 með samningum milli stjórnar og stjórnarandstöðu.