„Nýaldarheimspeki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
SpillingBot (spjall | framlög)
m Vélmenni: breyti texta (-[[Image: +[[Mynd:)
Lína 11:
Þrátt fyrir að flokkunin sé á suman hátt villandi er hún enn notuð í dag. Helstu rökhyggjumennirnir eru venjulega taldir hafa verið Descartes, [[Baruch Spinoza]] og [[Gottfried Leibniz]] en helstu raunhyggjumennirnir voru [[John Locke]] og (á [[18. öld]]) [[George Berkeley]] og [[David Hume]]. Þeir fyrrnefndu töldu að hugsanlegt væri (þótt ef til vill væri það ómögulegt í raun) að alla [[þekking]]u væri hægt að öðlast með skynseminni einni; þeir síðarnefndu höfnuðu þessu og töldu að öll þekking yrði til með [[skynjun]], úr reynslu. Rökhyggjumenn tóku sér [[stærðfræði]] sem fyrirmynd þekkingar en raunhyggjumenn litu frekar til náttúruvísindanna.
 
[[ImageMynd:Immanuel Kant (painted portrait).jpg|90px|thumb|left|[[Immanuel Kant]] (1724-1804)]]
Þessi áhersla á [[þekkingarfræði]] liggur til grundvallar flokkun Kants. Flokkunin væri öðruvísi væri litið á hina ýmsu heimspekinga eftir frumspekilegum, siðfræðilegum eða [[málspeki]]legum kenningum þeirra. En jafnvel þótt þeim sé áfram skipt í hópa eftir þekkingarfræðilegum kenningum er þó ýmislegt við skiptinguna að athuga: til dæmis féllust flestir rökhyggjumenn á að í raun yrðum við að reiða okkur á vísindin um þekkingu á hinum ytra heimi og margir þeirra fengust við vísindalegar rannsóknir; á hinn bóginn féllust raunhyggjumenn almennt á að ''[[a priori]]'' þekking væri möguleg í stærðfræði og rökfræði og af þremur helstu málsvörum raunhyggjunnar hafði einungis Locke einhverja þjálfun eða sérþekkingu í náttúruvísindum.