„Mahatma Gandhi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 82:
Gandhi lagði upp með mótmæli við setningu Rowlatt-laganna, og hvatti Indverja til að hætta námi sínu í skólum sem styrktir væru af landstjóranum og lögmenn til að reka ekki mál sín fyrir dómsdólum Breta á Indalndi. Hann sagði mótmælendum að bjóa hinn vangann ef lögreglan beytti þá ofbeldi. Sérhver indverji skildi sætta sig við einingu hindúa og múslima, og hafna allri aðgreiningu m.t.t. stéttar eða kynþáttar, svo landið gæti staðið sameinað og unnið sigur í baráttunni. Múslimabandalagið á Indlandi, auk fjölda indverskra stjórnmálamanna, gagnrýndi hann og áætlanir hans. Yngri menn í Þjóræðisflokknum fögnuðu fyrirætlunum hans.
 
Hin friðsamlegu mótmæli, borgaralega óhlýðni, bar árangur, í fyrstu kom það Bretum á óvart hve víðtæk samstaða Indverja var. Til viðbótar við algjöra sniðgöngu á þjónustu landstjórnarinnar, þá flykktust Indverjar úr skólum, lögreglusveitum og herdeildum sem rekin voru á vegum Landstjórans og skiptu yfir sambærilegar stofnanir sem skipulagðar voru af þjóðernissinnum. Gandhi var ásamt öðrum forustu mönnum Þjóðræðisflokksins fangelsaður. Þá fór að bera á vaxandi ofbeldi meðal Indverja. Í febrúar árið 1922 voru 15 inverskir lögreglumenn drepnir af mótmælendum. Gandhi kenndi sjálfum sér um hvernig fór, hann neitaði sér um að borða uns ofbeldinu lynnti. Hann var í hungurverkfalli í 21 dag uns mótmælendur létu af ofbeldinu. Þannig batt hann enda á mótmælin sem einkenndust af engu samstarfi við Breta. Hann var fljótlega handtekinn og dæmdur í fangelsi fyrir landráð af dómara sem vildi helst að Gandhi gengi laus. Nokkrir forustumenn Þjóðræðisflokksins snéru baki við Gandhi vegna "ótímabærs"„ótímabærs“ endis, að þeirra mati, á samstarfsleysinu við Breta.
 
== Salt ==