„Segura“: Munur á milli breytinga

Engin breyting á stærð ,  fyrir 3 árum
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Vatnasvæði árinnar er kallað ''Vega del Segura'' og er mjög frjósamt landbúnaðarsvæði þar sem ýmis konar ávextir, grænmeti og blóm eru ræktuð. ''Vegas'' skiptist í þrjú svæði: ''Alta'', ''Media'' og ''Baja'' (efri, miðju og lægri).
 
Vatnasvæði Segura er 19,025 km<subsup>2</subsup> og skiptist það í prósentum svona milli fjögurra spænskra sjálfsstjórnarsvæða: 59% eru í Múrsía en það hérað er nánast allt innan vatnasvæðisins,25% í Castilla-La Mancha, 9% í Andalúsíu og 7% í Valenciahéraði. Á vatnasvæði Segura voru íbúar um 2 milljónir árið 2012.
 
Um 1990 var Segura orðin ein af menguðust ám í Evrópu. Var það vegna niðursuðuiðnaðar og annars iðnaðar og landbúnaðar sem var á vatnasvæði árinnar. Mjög lítið rennsli var sums staðar í ánni, bæði vegna áveitu sem tók vatn úr ánni og sumarþurrka. Almenningur mótmælti ástandi árinnar og árið 2001 mættu 40 þúsund í mótmæli. Það var ráðist í aðgerðir á vegum héraðsstjórnar Múrsía og bæjaryfirvalda á svæðinu. Á árunum 2001 og 2010 voru byggðar 100 vatnshreinsistöðvar og 350 km af skolpleiðslum. Einnig var ráðist í átak þar sem kostnaði af hreinsun árinnar var velt á þá aðila sem menguðu.
16.302

breytingar