Vatnasvæði árinnar er kallað ''Vega del Segura'' og er mjög frjósamt landbúnaðarsvæði þar sem ýmis konar ávextir, grænmeti og blóm eru ræktuð. ''Vegas'' skiptist í þrjú svæði: ''Alta'', ''Media'' og ''Baja'' (efri, miðju og lægri).
Um 1990 var Segura orðin ein af menguðust ám í Evrópu<ref name="elpais">{{cite web|url=https://elpais.com/elpais/2014/02/14/eps/1392384158_590015.html|title=Enclaves naturales que han vuelto a la vida|last1=Méndez |first1=Rafael |date=16 February 2014 |website=elpais.com |publisher=El País Semanal |accessdate=18 October 2018}}</ref>Var það vegna niðursuðuiðnaðar og annars iðnaðar og landbúnaðar sem var á vatnasvæði árinnar. Mjög lítið rennsli var sums staðar í ánni, bæði vegna áveitu sem tók vatn úr ánni og sumarþurrka. Almenningur mótmælti ástandi árinnar og árið 2001 mættu 40 þúsund í mótmæli. Það var ráðist í aðgerðir á vegum héraðsstjórnar Múrsía og bæjaryfirvalda á svæðinu. Á árunum 2001 og 2010 voru byggðar 100 vatnshreinsistöðvar og 350 km af skolpleiðslum. Einnig var ráðist í átak þar sem kostnaði af hreinsun árinnar var velt á þá aðila sem menguðu.
Almenningur mótmælti þessu og árið 2001 mættu 40 þúsund í mótmæli. Það var ráðist í aðgerðir á vegum héraðsstjórnar Múrsía og borgaryfirvalda á svæðinu. Á árunum 2001 og 2010 voru byggðar 100 vatnshreinsistöðvar og 350 km af skolpleiðslum. Einnig var ráðist í átak þar sem kostnaði af hreinsun árinnar var velt á þá aðila sem menguðu.
Upp úr 2003 urðu vatnsgæði Segura betri. Frá árinu 2010 hefur mengun verið hverfandi og dýra- og jurtalíf aukist og otrar komið aftur í þá hluta árinnar sem þeir höfðu yfirgefið. Griðland fugla er nú á tveimur votlendissvæðum þar sem þeirfuglar staldra við á leið sinni milli Evrópu og Afríku. Auk þess er núna 110 milljón rúmmetrar af hreinsuðu vatni endurnotað árlega í landbúnaði á svæðinu.
Otrar og álar hafa komið aftur í ánna en áður höfðu þessar tegundir ekki sést þar í marga áratugi <ref>[http://www.europapress.es/murcia/noticia-anse-afirma-nutrias-colonizan-todo-rio-segura-murcia-adentran-provincia-alicante-20130914095953.html]</ref>
==Heimild==
{{wpheimild | tungumál = En | titill = Segura (river)| mánuðurskoðað = 15. september | árskoðað = 2019}}
==Tilvísanir==
{{reflist}}
==Tenglar==
|