„Sharon Tate“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 41:
Tate varð þunguð af barni þeirra Romans síðla árs 1968. Hún var komin rúma átta mánuði á leið í ágúst árið 1969 og bjó á þeim tíma ásamt Polanski í lúxusíbúð í Benedict Canyon í Los Angeles. Þann 8. ágúst var Polanski á kvikmyndahátíð í Evrópu en Tate ákvað að vera heima frekar en að þiggja boð á frumsýningu á kvikmynd í [[Las Vegas]]. Tate hafði boðið til veislu í íbúðinni en aflýst henni á síðustu stundu og því mættu að endingu aðeins þrír kunningjar hennar heim til Tate þetta kvöld: Fyrrum kærasti hennar, hárgreiðslumeistarinn [[Jay Sebring]]; vinur Polanski frá Póllandi, Wojciech Frykowski; og kærasta Frykowski, Abigail Folger.<ref name=vikan10september/>
 
Kvöldið 8. ágúst brutust þrír meðlimir [[Manson-fjölskyldan|Manson-gengisins]], þau [[Tex Watson]], [[Susan Atkins]] og [[Patricia Krenwinkel]], inn í íbúðina og myrtu alla viðstadda í húsinu, þar á meðal Tate ásamt ófæddu barni hennar. Auk fólksins í íbúðinni myrtu þau einnig ungan mann, Steven Parent, sem hafði orðið var við ferðir þeirra stutt frá húsinu. [[Charles Manson]] hafði skipað fylgjendum sínum að fremja morðin til þess að uppfylla skilyrði fyrir kynþáttastríði sem hann taldi að ætti að brjótast út milli hvítra og svartra Bandaríkjamanna. Húsið hafði hann valið þar sem það hafði áður tilheyrt kunningja hans, [[Terry Melcher]], syni leikkonunnar [[Doris Day]].<ref>{{Vefheimild|titill=Sharon Tate|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1643712|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|ár=1986|mánuður=9. nóvember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=6. september}}</ref> Tate baðst griða og grátbað morðingja sína að leyfa sér að minnsta kosti að eiga barnið áður en hún dæi en Manson-gengið fór ekki að bónum hennar. Susan Atkins hélt henni niðri eftir að allir kunningjar Tate höfðu verið drepnir og Tex Watson stakk Tate til dauða með hníf.<ref>{{Vefheimild|titill=Hjuggu, stungu, skutu|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1407954|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|ár=1969|mánuður=20. desember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=6. september}}</ref>
 
==Tilvísanir==