„Cristiano Ronaldo“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
uppfæri
lagfæring
Lína 26:
Ronaldo hóf feril sinn hjá [[Sporting Lissabon]] en var síðan keyptur til [[Manchester United]] þar sem hann gerði garðinn frægan. Hann leikur nú með spænska liðinu [[Real Madrid]] en hann var keyptur til liðsins frá United á 80 milljónir punda í júní 2009. Hann var kjörinn knattspyrnumaður ársins af [[FIFA]] árið 2008, 2013, 2014 og 2016.
 
Leikni Ronaldo með boltann er mikil og er hann með mestu jafnvígur á báða fætur og getur því spilað báðum megin á vellinum. Hann er þekktur fyrir skærin sem hann tekur og fær bæði hrós og gagnrýni fyrir þau. Á öðru tímabili sínu hjá Manchester breyttist leikstíllinn úr einmenningsleik í liðsleik en líklega er [[Diego Maradona|Maradona]] ein af fyrirmyndum hans hvað varðar sólun og '''skæri''.
 
Ronaldo hefur skorað meira en 700 mörk fyrir félagslið og landslið (2019). Hann er sá fyrsti til að ná 50 mörkum sex sinnum í röð með félagi sínu, sá fyrsti til að ná 100 mörkum í Evrópukeppnum og er markahæstur í [[Meistaradeild Evrópu]].
Lína 53:
== Landslið Portúgals ==
Fyrsti landsliðsleikur Ronaldo var fyrir [[Portúgal]] gegn [[Kasakstan]] haustið 2003 og skoraði hann eina mark liðs síns í upphafsleik Evrópumeistaramótsins 2004 gegn Grikkjum. Ronaldo er fyrirliði portúgalska landsliðsins. Árið 2016 varð Ronaldo Evrópumeistari með landsliðinu. Ronaldo skoraði þrennu gegn Spáni á [[HM 2018]] og alls 4 mörk í keppninni. Portúgal var þó slegið út í 16 liða úrslitum.
 
Ronaldo er markahæsti landsliðsmaður Portúgals og næstmarkahæsti landsliðsmaður allra tíma.
 
{{Gullknötturinn}}