Munur á milli breytinga „Búrhvalur“

ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Önnur tilgáta er að hljóðbylgjur sem búrhvalurinn myndar við að þrýsta lofti í gegnum loftsekkinn fremst í nefinu magnist og endurkastist við að berast í gegnum fitubólsturinn og byndivefsmassann. Tíðni endurkastsins er í hlutfalli við stærð höfuðsins og þar með líkamsstærð.<ref>''The sperm whale's nose: sexual selection on a grand scale'', T.W Cranford í tímaritinu ''Marine Mammal Science'' 1999</ref>
 
 
== Útbreiðsla ==
 
Búrhval má finna á öllum helstu hafsvæðum, þeir halda sig þó helst á úthafssvæðum og sjást sjaldan á grunnsævi. Tarfana má finna allt frá hafísröndinni á norður- og suðurhveli en kýrnar og kálfarnir halda sig á [[Temprað belti|tempruðum]] hafsvæðum og í [[hitabelti|hitabeltinu]] þar sem sjór er aldrei kaldari en 15&nbsp;°C. Það eru því eingöngu tarfar sem koma á [[Íslandsmið]] og sjást þeir oftast vestur og norðvestur af landinu.
 
Óskráður notandi