„Frankfurt (Oder)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 39:
=== Upphaf ===
[[Mynd:Stadtansicht frankfurt oder 1548 800x600.gif|thumb|Elsta myndin af Frankfurt er frá 1548]]
Bærinn myndaðist snemma á [[13. öldin|13. öld]] við stað þar sem tiltölulega auðvelt var að komast yfir ána Odru. Það voru þýskir kaupmenn frá frankalandi sem settust þar að, en eigandi landsins (og þar með borgarinnar) var Hinrik hinn skeggjaði frá Slésíu. [[1253]] fékk Frankfurt borgarréttindi og [[1294]] var fyrsta innsigli borgarinnar gert. Það er enn í dag notað sem skjaldarmerki borgarinnar. Upprunalega innsiglið var vandlega geymt í gegnum aldirnar, en týndist í heimstyrjöldinni síðari. [[1326]] réðist Stefán II biskup í Lebus við Odru á borgina Frankfurt ásamt pólsku og litháískum her. Þeir gerðu svo í nafni páfa ([[Jóhannes 23. mótpáfi|JóhannesJóhannesar XXIII]]), þar sem borgarbúar neituðu að greiða tíund. Þeir náðu ekki að vinna borgina, en páfi bannfærði borgina í heild og þar með alla borgarbúa. Stefán tók þá til við að eyða nærsveitum. Aðstæður skánuðu ekki fyrr en [[Lúðvík IV (HRR)|Lúðvík IV]] mætti á staðinn og hrakti Pólverja burt. Bannfæringin var hins vegar ekki tekinn til baka fyrr en [[1334]], þar sem keisari og páfi voru miklir fjandmenn.
 
=== Stríðstímar ===