„Rauðsokkahreyfingin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hidurhak (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Hidurhak (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Rauðsokkahreyfingin''' var íslensk grasrótarhreyfing sem stofnuð var í kjölfar ´68 byltingarinnar en þá spruttu upp róttækir kvennahópar víða á Vesturlöndum. Má þar nefna dönsku hreyfinguna Rødstrømperne, sænsku Grupp 8, Kvinnefronten í Noregi og Dolle Mina í Hollandi. Í Bandaríkjunum höfðu áður sprottið upp kvenfrelsishreyfingar (Women’s Lib) samstíga baráttu blökkumanna gegn kynþáttamismunun.<ref>{{Bókaheimild|titill=Á rauðum sokkum, baráttukonur segja frá|útgefandi=Háskólaútgáfan og RIKK|ár=2011|bls=bls 32-33}}</ref> Ráðstefnur voru haldnar þar sem konur hvöttu hver aðra til að krefjast jafnréttis til launa, menntunar og mannsæmandi lífskjara. Hreyfingin hér á landi lét fyrst að sér kveða þegar „konur á rauðum sokkum“ hópuðust saman á [[Hlemmur|Hlemmi]] eftir að heyra hvatningu [[Vilborg Dagbjartsdóttir|Vilborgar Dagbjartsdóttur]] í útvarpinu og gengu síðan, þrátt fyrir andstöðu skipulagsnefndar verkalýðsfélaganna, aftast í [[Verkalýðsdagurinn|1. maí]] göngunni 1970 og báru á öxlum sér stóra Venusarstyttu þar sem á stóð „Manneskja ekki markaðsvara“. Styttan var leikmunur úr leiksýningunni Lýsiströtu.<ref>Tíminn 1. maí 1970</ref> Eftir nokkra sumarfundi var Rauðsokkahreyfingin formlega stofnuð í [[Norræna húsið|Norræna húsinu]] um haustið.<ref>{{Bókaheimild|titill=þjóðv. 18. og 21. okt 1970}}</ref>
 
== Áhrifavaldar ==