„Borgarbyggð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Helgajs (spjall | framlög)
Uppfærði kaflann um menntun.
úrelt
Lína 32:
==Menntun==
Í Borgarbyggð eru tveir [[grunnskóli|grunnskólar]]; [http://grunnborg.is/ Grunnskólinn í Borgarnesi] og [http://www.gbf.is/ Grunnskóli Borgarfjarðar] (varð til við sameiningu [[Kleppjárnsreykjaskóli|Kleppjárnsreykjaskóla]], [[Andakílsskóli|Andakílsskóla]] og Varmalandsskóla) og fimm [[leikskóli|leikskólar]], [http://klettaborg.leikskolinn.is/ Klettaborg] og [http://ugluklettur.leikskolinn.is/ Ugluklettur] í Borgarnesi, [http://hraunborg.hjalli.is/ Hraunborg] á Bifröst, [http://andabaer.leikskolinn.is/ Andabær] á Hvanneyri og [http://hnodrabol.leikskolinn.is/ Hnoðraból] í Reykholtsdal. Auk þess eru tveir [[Háskóli|háskólar]] í sveitarfélaginu, [[Háskólinn á Bifröst]] (áður Viðskiptaháskólinn og þar áður Samvinnuháskólinn Samvinnuskólinn) og [[Landbúnaðarháskóli Íslands]] (áður Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og þar áður Bændaskólinn á Hvanneyri). Borgarbyggð á aðild að [[Fjölbrautaskóli Vesturlands|Fjölbrautaskóla Vesturlands]] á [[Akranes]]i og [[Menntaskóli Borgarfjarðar|Menntaskóla Borgarfjarðar]] í Borgarnesi.
 
==Sveitarstjórnarkosningar 2010==
{{Kosning|
Kjördæmi=[[Mynd:Skjaldarmerki Borgarbyggdar.png|20px|]] [[Borgarbyggð]]|
Listar=
{{Listi|A|[[Svarti listinn]]|110|6,0|0|0|0}}
{{Listi|B|[[Framsóknarflokkurinn]]|456|24|2|3|-1}}
{{Listi|D|[[Sjálfstæðisflokkurinn]]|460|24|3|3|-}}
{{Listi|S|[[Samfylkingin]]|350|18,0|2|0|+2}}
{{Listi|V|[[Vinstri hreyfingin - grænt framboð]]|335|18,0|2|0|+2}}
{{Listi| |auðir og ógildir|181|10,1|||}}
|
Greidd atkvæði=1892|
Fulltrúafjöldi=9|
Fyrri fulltrúafjöldi=9|
Breyting=-|
Kjörskrá= 2.491|
Kjörsókn=76%|
}}
 
Kjörtímabilið 2006-2010 voru meirihlutaskipti tíð í Borgarbyggð. Við upphaf þess og lok þess mynduðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur meirihluta, þess á milli störfuðu Sjálfstæðisflokkur og Borgarlisti (sameiginlegt framboð félagshyggjufólks úr Samfylkingu, Vinstri grænum og annarra utan flokka) saman auk þess sem um nokkurra mánuða skeið árið 2009 starfaði þjóðstjórn allra þriggja flokkanna. Í aðdraganda kosninga 2010 tóku Samfylkingarfélagið í Borgarbyggð og svæðisfélag Vinstri grænna sameiginlega ákvörðun um að slíta samstarfinu í kringum Borgarlistann og bjóða fram undir eigin merkjum. Í sveitarstjórnarkosningunum 2010 buðu því fram Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Vinstri græn auk Svarta listans, sem barðist fyrir auknu gegnsæi í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Þegar úrslit kosninganna lágu fyrir var ljóst að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks héldi velli. Fyrst gerðu tilraun um myndum meirihluta Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri græn. Þær viðræður báru ekki árangur og Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn gengu til meirihlutasamstarfs undir forystu Páls Brynjarssonar bæjarstjóra. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, B. Bjarki Þorsteinsson er formaður byggðarráðs og Ragnar Frank Daníelsson, oddviti Vinstri Grænna forseti bæjarstjórnar.
 
{{Sveitarfélög Íslands}}