„Sinn Féin“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Árið 1986 breytti Sinn Féin þeirri stefnu sinni að taka ekki sæti og greiða ekki atkvæði í norður-írskum stjórnmálum og tók virkari þátt í því að reyna að leysa [[átökin á Norður-Írlandi]]. Flokkurinn hlaut 18 þingsæti af 108 í kosningum á nýja [[Þing Norður-Írlands|norður-írska þingið]] sem stofnað var með [[Föstudagssáttmálinn|föstudagssáttmálanum]] árið 1998. Árið 2007 varð flokksmaður Sinn Féin, [[Martin McGuinness]], varaforsætisráðherra Norður-Írlands.
 
Árið 2001 fékk Sinn Féin fjóra þingmenn kjörna á neðri deild [[Breska þingið|breska þingsins]] og varð þar með stærsti kaþólski flokkurinn á Norður-Írlandi. Flokkurinn hefur hins vegar viðhaldið þeirri stefnu að nýta ekki þau sæti sem hann vinnur á breska þinginu þar sem þingseta þar felur í sér hollustueið til [[Elísabet 2. Bretadrottning|Elísabetar drottningar]], sem flokkurinn telur þjóðhöfðingja erlends ríkis. Sæti sem flokkurinn vinnur í Bretlandi standa því jafnan auð.
 
Í [[Írska lýðveldið|írska lýðveldinu]], þar sem áhrif flokksins eru talsvert minni, hlaut flokkurinn fimm þingsæti á neðri deild írska þingsins árið 2001. Flokkurinn vann einnig nokkrar héraðskosningar og komst meðal annars í stjórn bæjarins [[Sligo]].