„Rauðsokkahreyfingin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hidurhak (spjall | framlög)
m tók út fyrstu málsgrein og setti aðra inn.
Hidurhak (spjall | framlög)
setti inn nýja málsgrein í staðinn fyrir Skipulag og heitir hún áhrifavaldar
Lína 1:
'''Rauðsokkahreyfingin''' var stofnuð í kjölfar ´68 byltingarinnar en þá spruttu upp róttækir kvennahópar víða á Vesturlöndum. Má þar nefna dönsku hreyfinguna Rødstrømperne, sænsku Grupp 8, Kvinnefronten í Noregi og Dolle Mina í Hollandi. Í Bandaríkjunum höfðu áður sprottið upp kvenfrelsishreyfingar (Women’s Lib) samstíga baráttu blökkumanna gegn kynþáttamismunun. Ráðstefnur voru haldnar þar sem konur hvöttu hver aðra til að krefjast jafnréttis til launa, menntunar og mannsæmandi lífskjara. Hreyfingin hér á landi lét fyrst að sér kveða þegar „konur á rauðum sokkum“ hópuðust saman á Hlemmi eftir að heyra hvatningu Vilborgar Dagbjartsdóttur í útvarpinu og gengu síðan, þrátt fyrir andstöðu skipulagsnefndar verkalýðsfélaganna, aftast í 1. maí göngunni 1970 og báru á öxlum sér stóra Venusarstyttu þar sem á stóð „Manneskja ekki markaðsvara“. Styttan var leikmunur úr leiksýningunni Lýsiströtu. Eftir nokkra sumarfundi var Rauðsokkahreyfingin formlega stofnuð í Norræna húsinu um haustið.
 
== MálefniÁhrifavaldar ==
Áhrifavaldar á þessum tíma voru eldri rithöfundar svo sem John Stuart Mill (''Kúgun kvenna,'' 1869'')'', Friedrich Engels (''Uppruni fjölskyldunnar'', ''einkaeignarinnar og ríkisins,'' 1884'')'' og Simone de Beauvoir (''Hitt kynið,'' 1949). Innlend samtíma áhrif komu frá skáldkonunum Svövu Jakobsdóttur og Jakobínu Sigurðardóttur. Bandaríska tímaritið MS var lesið og ýmis rit norrænna baráttukvenna svo sem Hanne Reintoft (''Kvinden i klassesamfundet,'' 1973'')''.  Einnig ''Kvindens lille röde'' sem Silja Aðalsteinsdóttir þýddi kafla úr, ''Goðsagan um konuna'' eftir Betty Friedan sem Soffia Guðmundsdóttir þýddi að hluta og las í útvarp, ''Kvennaklósettið'' eftir Marilyn French sem Elisabet Gunnarsdóttir þýddi og ''Kvengeldingurinn'' eftir Germaine Greer. Konur fóru í vaxandi mæli að láta til sín taka í myndlistarheiminum og nýta sér efnivið utan hins hefðbunda málverks svo sem þráðlist og ljósmyndir eða vinna með eigin líkama. Á alþjóðavísu var þessum sjálfsprottnu kvennahreyfingum mikill styrkur að margvíslegri listrænni tjáningu.
Markmið Rauðsokka var að vekja athygli á augljósu og duldu kynjamisrétti.<ref name=":0">{{Cite web|url=https://kvennasogusafn.is/index.php?page=raudsokkkahreyfingin|title=Kvennasögusafn Íslands - Rauðsokkahreyfingin|website=kvennasogusafn.is|access-date=2019-08-26}}</ref> Hreyfingin barðist fyrir frjálsum [[fóstureyðing]]um og aðgengi að [[getnaðarvörn]]um og kynfræðslu, gagnrýndi fegurðarsamkeppnir og markaðsvæðingu kvenlíkamans, ræddi barneignir og fjölskylduhefðir.<ref name=":0" />
 
Hreyfingin gaf út blaðið „Forvitin rauð“ árið 1972.<ref name=":0" />
 
== Skipulag ==