„Félag byltingarsinnaðra rithöfunda“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
FBR
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Félag byltingarsinnaðra rithöfunda''' var [[Ísland|íslenskt]] [[bókmenntafélag]] stofnað á [[Hótel Borg]] [[3. október]] [[1933]]. Helsti hvatamaður að stofnun félagsins var [[Kristinn E. Andrésson]] en aðrir stofnendur voru meðal annars [[Halldór Stefánsson]], [[Steinn Steinarr]], [[Gunnar Benediktsson]], [[Jóhannes úr Kötlum]], [[Stefán Jónsson]] og [[Ásgeir Jónsson]]. Síðar gengu [[Halldór Laxness]], [[Vilhjálmur frá Skáholti]] og [[Guðmundur Daníelsson]] í félagið. Félagið gaf út tímaritið ''[[Rauðir pennar|Rauða penna]]'' frá 1935. Sú bókmenntastefna sem félagið hélt á lofti framan af var [[félagslegt raunsæi]] og það var andsnúið [[módernismi|módernismanum]] sem fram kom í ljóðlist stuttu síðar. Félagið var aðili að [[Alþjóðasamband byltingarsinnaðra rithöfunda|Alþjóðasambandi byltingarsinnaðra rithöfunda]], en þegar sambandið hvatti aðildarfélög sín árið 1935 til að leggja sig sjálf niður og taka þátt í [[samfylking]]u með borgaralegu öflunum skirrðist íslenska félagið við því. Kristinn tók þátt í stofnun bókaútgáfunnar [[Heimskringla (forlag)|Heimskringlu]] og félagið var stofnaðili að [[Mál og menning|Máli og menningu]] 1937. Mál og menning óx hratt fyrstu árin en aftur á móti dró úr áhuga á félagslega raunsæinu. Árið 1943, ári eftir stofnun [[Rithöfundafélag Íslands|Rithöfundafélags Íslands]], ákvað Félag byltingarsinnaðra rithöfunda að leggja sjálft sig niður. Segja má að félagið hafi náð yfirhöndinni í Rithöfundafélaginu þegar Halldór Stefánsson var kjörinn formaður þess árið 1945. Það leiddi til klofnings innan félagsins og stofnunar [[Félag íslenskra rithöfunda|Félags íslenskra rithöfunda]].
 
[[Flokkur:ÍslenskirÍslensk rithöfundarrithöfundafélög]]
[[Flokkur:Íslensk bókmenntafélög]]
{{sa|1933|1943}}