„Émile Loubet“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 36:
Loubet var lögfræðimenntaður og var kosinn á fulltrúaþing Frakklands fyrir Drôme-kjördæmi árið 1876. Árið 1892 var hann fenginn til að gerast forsætisráðherra en ríkisstjórn hans sprakk sama ár vegna [[Panamahneykslið (Frakkland)|Panamahneykslisins]], þar sem franskir stjórnarmeðlimir voru sakaðir um að þiggja mútur til að þagga niður gjaldþrot Panamaskurðsfélagsins.<ref>[http://www.ak190x.de/Bauwerke/panamaen.htm Why de Lesseps failed to build the Panama Canal], THE PANAMA CANAL 1880-1914</ref> Árið 1896 var Loubet kjörinn forseti efri deildar franska þingsins. Hann var síðan kjörinn forseti Frakklands árið 1896 eftir að [[Félix Faure]] forseti lést í embætti.
 
Sem forseti hélt Loubet áfram að rækta bandalag Frakklands við [[Rússneska keisaradæmið|Rússland]] og tók meðal annars á móti [[Nikulás 2.]] Rússakeisara í opinberri heimsókn til Frakklands árið 1901 og heimsótti sjálfur Rússland árið eftir. Hann átti einnig þátt í því að mynda [[Samúðarsambandið|bandalag]] milli Frakklands og Bretlands þrátt fyrir ágreining milli landanna um [[seinna Búastríðið]] og [[Dreyfus-málið]]. Ólíkt forvera sínum var Loubet hlynntur því að dómsmál [[Alfred Dreyfus|Alfreds Dreyfusar]] yrði tekið upp að nýju en hann hlaut gagnrýni fyrir að hálfu andstæðinga Dreyfusar: Sumarið 1899 réðst aðalsmaður og andstæðingur Dreyfusarsinna að Loubet á veðreiðum og sló af honum pípuhattinn.<ref>''[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1553622 Dreyfus: Réttarglæpur sem snerti samvisku heimsins]'', Morgunblaðið, 57. tölublað - II (14.03.1982), Blaðsíða 71.</ref> Loubet opnaði og kynnti [[Heimssýningin í París 1900|heimssýninguna í París árið 1900]] og þótti hún heppnast vel.
 
Loubet bauð sig ekki fram á ný að loknu sjö ára kjörtímabili sínu. Hann dró sig úr stjórnmálum eftir árið 1906 og kvaðst aldrei munu gegna embætti framar, „ekki einu sinni sem héraðsráðgjafi!“.