„Dultaugakerfi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 47 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q171064
tilvísun á nýja grein um sjálfvirka taugakerfið. Langtum þekktara nafn um líffærið en "Dultaugakerfið"
Merki: Ný endurbeining
 
Lína 1:
#TILVÍSUN[[Sjálfvirka taugakerfið]]
'''Dultaugakefi''', einnig nefnt '''sjálfvirka taugakerfið''' er í [[líffærafræði]] annar hluti [[úttaugakerfi]]sins en hinn er [[viltaugakerfið]]. Í [[andstæða|andstæðu]] við [[viltaugakerfið]] sem [[dýr]]ið hefur [[meðvitund|meðvitaða]] [[stjórn]] yfir virkar dultaugakerfið [[sjálfvirkni|sjálfkrafa]]. Það sér um [[melting]]una, að viðhalda réttum [[hiti|hita]] á [[líkami|líkamanum]], að stilla [[tíðni]] [[hjarta|hjartsláttar]], að viðhalda réttum [[blóðþrýstingur|blóðþrýstingi]], að sjá um [[öndun]] og að sjá til þess að líkaminn [[sviti|svitni]]. Dultaugakerfið skiptist í tvennt; ''driftaugakerfi'' og ''seftaugakerfi''.
 
== Driftaugakerfi ==
 
Forhnoðutaugunga er aðeins að finna í brjóstholshlutum og efstu tveimur eða þremur lenda-hlutum [[Mæna|mænu]]. Þá er að finna í hliðlæga horni mænugrána. Þeir fara úr mænu gegnum kviðlægu rót hennar og sameinast mænutaug. Eftirhnoðutaugungar hafa boli sína annaðhvort í hnoðu driftaugakeðju (e. sympathetic chain of ganglia) sem liggur meðfram hryggsúlu eða í fléttum (e.(sing.) plexus) í kringum megingreinar kviðhluta ósæðar. Forhnoðutaugungar fara inn í driftaugakeðju eftir hvítu samskiptagrein (e. white ramus communicantes), svonefnd vegna [[Mýelínslíður|mýelínslíðra]] sinna.
 
Forhnoðutaugungar driftaugakerfis, sem fara til höfuðs og brjósthols, enda í samtengingu við eftirhnoðutaugunga í dultaugakeðjunni. Eftirhnoðutaugungarnir fara aftur í mænutaug í gráu samskiptagrein sem heitir svo vegna engra mýelínslíðra. Hins vegar fara forhnoðutaugungar sem ítauga innri líffæri kviðarhols og mjaðmagrindar óhindraðir í gegnum driftaugakeðjuna og beint í þá fléttu þar sem tilsvarandi eftirhnoðutaugunar bíða.
 
Forhnoðutaugungar seyta yfirleitt [[acetýlkólín]]i en eftirhnoðutaugungar [[noradrenalín]]i.
 
{{Taugakerfið}}
 
 
 
[[Flokkur:Úttaugakerfið]]