„Frjálslyndisstefna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.148.68.157 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Dexbot
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Frjálslyndisstefna''' er heiti á ýmsum [[stjórnmál]]akenningum og hugmyndum um [[stjórnarfar]] sem líta á [[frelsi]] einstaklingsins sem mikilvægt markmið út frá hugmyndum um [[réttindi einstaklinga]]. Í gegnum söguna hafa stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar sem kenna sig við frjálslyndisstefnuna lagt áherslu á athafnafrelsi (þar með talið frelsi frá afskiptum [[ríkisvald]]s), [[tjáningarfrelsi]], [[trúfrelsi]] og afnám klerkaveldis, afnám sérréttinda yfirstéttarinnar og hugmyndina um [[réttarríki]] þar sem allir eru jafnir fyrir lögum. Þó er mjög mismunandi hver þessara atriða hafa verið sett á oddinn eftir því hvaða land, tímabil eða stjórnmálahreyfingar eru skoðaðar.
 
Frjálslyndisstefnan var afar víðfeðmt hugmyndakerfi. Helsti hugmyndafræðingur hennar var [[John Locke]] með kenningu sína um náttúruleg réttindi einstaklingsins og það sjónarmið að uppspretta valdsins lægi hjá þegnunum. Hann taldi einnig að í gildi væri samfélagssáttmáli milli þegna og þjóðhöfðingja, sem tryggði kjörnum fulltrúum þjóðarinnar rétt til áhrifa á landsjórnina.
 
Ólíkt íhaldsmönnum höfðu frjálslyndir skýra stefnu í efnahags- og atvinnumálum. Helsti hugmyndafræðingur þeirra í þeim efnum var Adam Smith (1729-1790).