„Orrustan við Lützen (1632)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 21 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q167259
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Tveim dögum fyrir orrustuna, þann [[14. nóvember]], hafði kaþólski [[herforingi]]nn [[Albrecht von Wallenstein]] skipt liði sínu upp og fært höfuðstöðvar sínar til [[Leipzig]]. Vetur var að skella á, og eftir stríðsrekstur sumarsins bjóst hann ekki við frekari vandræðum af hálfu mótmælendahers Gústafs Adolfs Svíakonungs, enda var erfitt fyrir Svíana að slá upp búðum eða athafna sig á annan hátt á berangri að vetrarlagi. En Gústaf Adolf hafði aðrar fyrirætlanir. Snemma morguns þann [[15. nóvember]] hélt hann með her sinn frá búðunum, þangað sem hann hafði síðast frétt af ferðum Wallensteins, og ætlaði að koma honum að óvörum. Honum tókst það þó ekki. Í síðdeginu varð lítill þýskur herflokkur á vegi hans, sem Wallenstein hafði skilið eftir við ána [[Rippach]], um 5-6 km suður af bænum Lützen. Skærur milli þýska herflokksins og Svíanna töfðu þá síðarnefndu um tvo eða þrjá tíma, og þegar ekki var lengur vígljóst voru enn tveir eða þrír kílómetrar milli herjanna.
 
Wallenstein frétti von bráðar að Svíarnir nálguðust, og áttaði sig strax á hættunni. Hann sendi boð til herforingja síns, [[Gottfried Heinrich Grafgreifi zuaf Pappenheim|Pappenheim]]s greifa, og skipaði honum að koma til sín eins fljótt og honum væri unnt, og hafa her sinn með sér. Það var komið fram yfir miðnætti þegar Pappenheim fékk skilaboðin, en hann ræsti herinn samstundis og hélt í átt til Wallensteins. Wallenstein vissi að við ofurefli væri að etja, svo hann bjó her sinn til varnar og lét grafa [[gryfja|gryfjur]] og gera [[víggirðing]]ar meðfram veginum milli [[Lützen]] og Leipzig. Hann staðsetti hægri arm hers síns á lágri hæð, ásamt mestum hluta [[stórskotalið]]s síns.
 
== Orrustan sjálf ==