„Bandaríkin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jæja ef málfarsbankinn segir þetta vera fullt heiti. Styð samt ekki að nefna þetta þar sem enginn hefur notað þetta síðan 1946.
Tek aftur breytingu 1645313 frá Þjarkur (spjall)
Merki: Afturkalla
Lína 41:
|flatarmál_magn = 1_E11
|}}
'''Bandaríki AmeríkuBandaríkin''' (vanalega nefnd '''Bandaríkin''' eða '''Bandaríki Norður-Ameríku''', [[Skammstöfun|skammstafað]] '''BNA''') eru [[sambandslýðveldi]] sem er næststærsta [[ríki]] [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] að [[flatarmál]]i (9,83 milljónir km²) og jafnframt það fjölmennasta með yfir 324 milljónir íbúa (árið 2017). Þau eru ennfremur fjórða stærsta land heims og það þriðja fjölmennasta. Þau teygja sig milli [[Atlantshaf]]s og [[Kyrrahaf]]s og eiga landamæri að [[Kanada]] í norðri og [[Mexíkó]] í suðri. Bandaríkin samanstanda af [[Fylki Bandaríkjanna|50 fylkjum]] sem njóta nokkurs sjálfræðis í eigin efnum og hafa eigin löggjöf sem þó má ekki stangast á við [[stjórnarskrá Bandaríkjanna]]. Auk sambandsríkjanna hafa Bandaríkin lögsögu yfir ýmsum hjálendum víða um heim.
 
Bandaríkin rekja uppruna sinn til [[Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna|sjálfstæðisyfirlýsingarinnar]] frá 4. júlí 1776 þegar þrettán [[Bretland|breskar]] [[Nýlenda|nýlendur]] lýstu yfir eigin frelsi og sjálfstæði frá Breska heimsveldinu. Nýlendurnar höfðu betur í [[Frelsisstríð Bandaríkjanna|Frelsisstríði Bandaríkjanna]] en það var fyrsta nýlendustríðið þar sem nýlendan hafði betur en herraþjóðin. Nýlendurnar samþykktu sameiginlega stjórnarskrá í [[Philadelphia|Philadelphiu]] þann 17. september 1787. Stjórnarskráin gerði nýlendurnar þrettán að einu lýðveldi.