Munur á milli breytinga „Ástandið“

49 bætum bætt við ,  fyrir 1 ári
 
== Ástandsnefndin ==
Þann 7. júlí 1941 kom bandaríski herinn til að leysa af breska setuliðið.<ref>Bjarni Guðmarsson og Hrafn Jökulsson (1989): 150.</ref> Það var á allra vörum að bandarísku hermennirnir væru snyrtilegri, myndarlegri og síðast en ekki síst áttu þeir meiri peninga og voru því meira áberandi í skemmtanalífinu og í verslunum heldur en þeir bresku.<ref>Bjarni Guðmarsson og Hrafn Jökulsson (1989): 154.</ref> En nú voru sögusagnir um vændi orðnar ansi háværar og skrifaði því [[Vilmundur Jónsson]] landlæknir, bréf til dómsmálaráðuneytisins. Þar stóð m.a. að lögreglan teldi að stúlkubörn á aldrinum 12-16 ára væru sum hver komin út í vændi.<ref>Gils Guðmundsson (1951): 173.</ref> Nú varð ríkisstjórnin að bregðast við og var ein hugmyndin að herstjórnin myndi flytja inn vændiskonur fyrir lið sitt, en það gerðist þó ekki. Þess í stað var skipuð nefnd.<ref>Bjarni Guðmarsson og Hrafn Jökulsson (1989): 165.</ref> Ástandsnefndin var hún kölluð og í henni sátu þrír karlmenn (þar á meðal [[Sigurbjörn Einarsson]] biskup). Eftir mánaðalanga vinnu skilaði hún af sér skýrslu um málið. Þar kom fram að lögreglan væri með lista yfir 500 konur á aldrinum 12-61 árs, sem hún teldi að hefðu mjög náin samskipti við setuliðið. Af þeim væru um 150 17 ára og yngri. Af þessum 500 konum væru að minnsta kosti 129 orðnar mæður og væri barnafjöldinn ekki minni en 255 börn. Í lok skýrslunnar var tekið fram að lögreglustjórinn teldi að þeir væru bara með niðurstöður um fimmtahluta kvenna í Reykjavík og því mætti margfalda þessar tölur með 5.<ref>Gils Guðmundsson (1951): 173.</ref> Þessi skýrsla mætti þónokkurri andstöðu, meðal annars var gagnrýnt að hún var nánast öll unnin upp úr gögnum úr skjalageymslu lögreglunnar, í nefndinni hafi setið þrír karlmenn en engin kona og að ekki var gerður greinarmunur á konum sem væru giftar eða trúlofaðar hermönnum og þeim sem stunduðu vændi.<ref>Bjarni Guðmarsson og Hrafn Jökulsson (1989): 169.</ref> Setuliðið var óhresst með skýrsluna og hóf sína eigin rannsókn á ástandinu og urðu niðurstöður þeirrar rannsóknar ekki nærri jafn sláandi og hjá ástandsnefndinni.<ref>Bjarni Guðmarsson og Hrafn Jökulsson (1989): 173.</ref>
 
== Aðgerðir stjórnvalda ==
Óskráður notandi