„Saparmyrat Nyýazow“: Munur á milli breytinga

m
Vélmenni: breyti texta (-[[Image: +[[Mynd:)
m (robot Breyti: pl:Saparmurat Nijazow)
m (Vélmenni: breyti texta (-[[Image: +[[Mynd:))
[[ImageMynd:Saparmurat Niyazov.jpg|thumb|Saparmyrat Nyýazow „Türkmenbaşy“]]
'''Saparmyrat Ataýewiç Nyýazow''' (f. [[19. febrúar]] [[1940]]) (stundum ritað '''Saparmurat Niyazov''', en það er [[Enska|ensk]] umritun á nafninu byggð á umritunarkerfi fyrir [[Rússneska|rússnesku]]) hefur verið valdamesti maður [[Túrkmenistan]] frá [[1985]]. Hann er einnig þekktur sem „Serdar Saparmyrat Türkmenbaşy hinn mikli“, eða einfaldlega „Türkmenbaşy“ (oft ritað ''Turkmenbashi'' á ensku).
 
 
==Persónudýrkun==
[[ImageMynd:Turkmenbashistytta.jpg|thumb|Styttur af Türkmenbaşy eru út um allt land.]]
Nyýazow er einræðisherra og er þekktur fyrir yfirgengilega persónudýrkun. Þar sem hann trúir því staðfastlega að Túrkmenistan vanti þjóðarímynd hefur hann reynt að móta landið eftir eigin skoðunum. Hann endurnefndi borgina Krasnovodsk við [[Kaspíahaf]] Türkmenbaşy eftir sjálfum sér, auk þess sem hann hefur nefnt nokkra skóla, flugvelli og jafnvel loftstein í höfuðið á sjálfum sér. Árið 2002 skipaði hann svo fyrir að brauð skyldi hér eftir kallað Gurbansoltan Eje eftir látinni móður hans, í stað venjulega túrkmenska orðsins yfir brauð, chorek. Andlit Nyýazows er á öllum peningaseðlum og andlit hans vakir yfir almenningi með stórum plaggötum á opinberum stöðum. Styttur af honum og móður hans eru á víð og dreif um Túrkmenistan, jafnvel í miðri Kara Kum-eyðimörkinni, og stór gullstytta af honum er á toppi hæstu byggingar Aşgabat. Styttan snýst þannig að Nyýazow snúi alltaf að sólu. Þá hefur hann ákveðið að byggja risavaxna höll í Aşgabat til að minnast stjórnartíðar hans. Þótt ótrúlegt sé hefur Nyýazow látið hafa eftir sér að hann sé ekkert mikið fyrir þessa persónudýrkun “Ég er persónulega á móti því að sjá myndir og styttur af mér úti á götu – en þetta er það sem fólkið vill.”
 
14.478

breytingar