„Rússneska byltingin 1917“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 21:
Októberbyltingin hófst í Tallin þann 23. október 1917 (5. nóv) en 25. október í Pétursborg. Nýja stjórnin var skipuð af alþýðufulltrúum. Nýja stjórnin hækkaði laun, kom á átta stunda vinnutíma og þjóðnýtti banka.
 
Bolsévikar ákváðu að taka völdin með vopnaðri byltingu og hertóku helstu staði Pétursborgar. Þeir gerðu áhlaup á [[Vetrarhöllin]]a þar sem aðsetur bráðabirgðastjórnarinnar var. Lenín stofnaði fyrstu ríkisstjórn verkamannaráða eftir að bolsévikar sviptu Aleksandr Kerenskij og stjórn hans völdin. Bolsévikar gerðu [[Brest-Litovsk-sáttmálinnsamningurinn|friðarsamning við Þjóðverja]] þann 3. mars 1918. Við þennan samning fékk Þýskaland yfirráð yfir ýmsum ríkjum sem tilheyrðu Rússlandi. Bolsévikar höfðu stuðning víðs vegar um landið, enda bannaði Lenín andstöðuflokka í landinu. Gerð var sérstök lögreglusveit, Téka, sem sá um að tryggja einræðisvald bolsévika. Gagnbyltingamenn, sósíalistar og lýðræðisinnar, ásamt [[Bretland|Bretum]], [[Frakkland|Frökkum]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjamönnum]] gerðu herlið sem kallaðist hvítliðar til að berjast gegn bolsévikum/rauðliðum.
 
Keisarafjölskyldan var flutt til [[Jekaterínbúrg]] í Síberíu í maí 1918. Hvítliðar undir stjórn [[Aleksandr Koltsjak|Alexanders V. Koltsjaks]] sóttu grimmt á borgina en talið er að hvítliðar hafi ætlað að frelsa fjölskylduna. Hvítliðar hertóku Jekaterínbúrg með hjálp frá tékkneskum hersveitum. Aðfaranótt 17. júlí 1918 var keisarafjölskyldan myrt af leyniþjónustumanni, Jakov Júrovskíj, frá Tomsk. Aftökuna fyrirskipaði annaðhvort ríkisstjórnin í Jekaterínbúrg eða miðstjórnin í [[Moskva|Moskvu]]. Ættingjar keisarans voru ekki óhultir en tíu þeirra voru myrtir af byltingamönnum og talið er að 35 hafi flúið frá Rússlandi.<ref>Sverrir Jakobsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um rússnesku byltinguna 1917 og hvernig hún byrjaði?“. Vísindavefurinn 11.9.2008. http://visindavefur.is/?id=12700. (Skoðað 11.4.2012).</ref><ref>Brendl, Klaus. bls. 405-406.</ref><ref>Andreu, Guillemette. bls. 250-251.</ref><ref>Sverrir Jakobsson. „Hvað varð um rússnesku keisarafjölskylduna í októberbyltingunni?“. Vísindavefurinn 29.5.2006. http://visindavefur.is/?id=5980. (Skoðað 11.4.2012).</ref>